Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 145

Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 145
ANDVARI HINN NÝI „GAMLI'* KVEÐSKAPUR 143 einnig í því að mörg ljóð Huldu sprengdu ímynd skáldkonunnar sem hún skapaði sjálf, hvort henni var sjálfrátt eða ekki, en gagnrýnendur hennar fín- pússuðu og fastmótuðu. Má segja að vopn hennar hafi snúist gegn henni sjálfri; en má einnig segja að með því að birta tiltölulega hefðbundin ljóð var Hulda að ryðjast áfram inn á svið karla, en tíminn var einfaldlega ekki kom- inn. Byltingin á þessu sviði átti að vera eins mild og formbyltingin, en hana „kláruðu“ atómskáldin ekki fyrr en um miðja 20. öld. Hins vegar vann Hulda fyrir sig og skáldsystur sínar e. k. brúarsporð þaðan sem mætti byrja áhlaup á karlabókmenntahefð. Þó má koma með allt öðruvísi sýn á því hvemig síðmiðaldaþulur og þulu- ljóð 20. aldar urðu að „kvenlegum bókmenntum“. Hér að framan var sýnt að fátt var sérlega kvenlegt í gömlum þulukveðskap; þulur síðmiðalda skáru sig lítið úr meðal annarra þjóðkvæða að þessu leyti. Áhugi á gömlum þjóðlegum kveðskap var jafnmikill hjá körlum og konum á tíma nýrómantíkur. Ofá karlskáld létu hann í ljós og tóku ýmislegt úr gömlum þjóðkvæðum í ljóð sín (nefna má einkum Davíð Stefánsson); þeir þekktu líka þulur síðmiðalda, bæði úr munnlegum heimildum og bókum. Það má því teljast að sumu leyti tilviljun að það var kona (Hulda) sem tók fyrst upp þuluformið. Lýríska „sjálf ‘ hennar var sterkt - og ekki síst kvenlegt. Þess vegna urðu ritdómarar og önnur skáld fyrir áhrifum þess kvenleika, sem tengdist í hugum þeirra þululjóðum Huldu - einfaldlega vegna þess að einmitt með þeim dró hún fyrst að sér verulega athygli. Þululjóð í heild fengu á sig þar af leiðandi kven- legan blæ, og karlskáld létu skáldkonum eftir að þróa þessa nýju bókmennta- grein og sneru sér í bili að öðrum tegundum þjóðkveðskapar. Síðar urðu þessi viðhorf til þululjóða sem „kvenlegra kvæða“ útbreidd og náðu einnig yfir síðmiðaldaþulur, enda voru skáldkonumar sjálfar búnar að mynda sterk tengsl milli eigin þululjóða og síðmiðaldaþulna í hugmynda- heimi samtíðarinnar (ekki síst vó umræða Theodoru í Skírni þungt). Og enn síðar, um aldamótin 2000, notar feminíska hefðin í bókmenntagreiningu þennan „kvenleika“ þulna og þululjóða til að sýna hvernig íslenskar skáld- konur þurftu að berjast fyrir sínum sessi á skáldabekk fyrir hundrað árum. Lokaorð Nú er hægt að svara þeirri spumingu sem sett var fram í upphafi þessarar rit- gerðar. Þululjóð Huldu, Theodoru og fleiri skálda 20. aldar eiga mjög fátt sameiginlegt með þulum síðmiðalda, einkum í þröngu (,,ekta“) skilgreining- unni. Bragform þeirra er miklu reglulegra en í þulum síðmiðalda og þraut- hugsað, ólíkt því sem er að finna í síðmiðaldaþulum; það er byggingin líka. Vísanir eru flestar í aðrar greinar þjóðskáldskapar en þulur, en þær sem eru í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.