Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 168
166
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
ANDVARI
formið henta vel því sem hann vildi segja, til þess að tjá í senn hugsun og
tilfinningar.
Um fyrirmyndir Sigfúsar í fyrstu ljóðabókinni treysti ég mér ekki til að
fullyrða margt. Hann þekkti vitanlega Þorpið, og sömuleiðis áreiðanlega
ljóðið „Hysteria“, eina prósaljóð Eliots, sem er áhrifamikið og mjög greini-
lega ,ljóð‘. Hann átti líka ljóðabækumar Capitale de la douleur eftir Paul
Éluard (eignaðist hana sennilega 1947) og Seuls demeurent eftir René Char
(árituð 1949) sem hafa að geyma mörg prósaljóð. Þau eru að vísu ólík ljóðum
Sigfúsar en hafa einnig mjög greinilega til að bera eigindir ljóða. Sennilegt
má telja að Sigfús hafi lært sitthvað af prósaljóðum þessara tveggja frönsku
skálda, og það gerði hann vissulega af afstöðu þeirra til skáldskapar, sbr. ljóð
Chars „Partage formel XVII“ sem endar svo: „... poésie et vérité, comme
nous savons, étant synonymes“ („því að skáldskapur og sannleikur, einsog
við vitum, em samheiti"). Þau orð eru í góðu samræmi við skoðanir Sigfúsar
á skáldskap eins og þær birtast í Ljóðum 1947-1951 og greininni „Til vamar
skáldskapnum“. Ein ljóðabók Éluards hét líka Poésie et vérité, og um áhrif
þess skálds á Sigfús hef ég fjallað nokkuð áður, í sambandi við fyrstu bók
Sigfúsar.28
Niðurstaða mín um mótun og þróun þessa hluta skáldverks Sigfúsar er þá
sú, að hann hafi frá upphafi á valdi sínu persónulegan og sjálfstæðan stíl í
prósaljóðum sínum, án auðsærra áhrifa frá öðrum skáldum, stíl sem er ótrú-
lega þroskaður þó vissulega eigi hann eftir að taka framfömm í næstu
bókum.
Og forystuhlutverk Sigfúsar Daðasonar við að festa í sessi þetta ljóðform
á íslensku er að mínum dómi hafið yfir vafa.