Andvari

Árgangur
Tölublað

Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 94

Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 94
92 ÞÓRIR ÓSKARSSON ANDVARI valdar, skemmtilegar og fróðlegar frásagnir, ferðasögur nafnfrægra manna um líttkunna staði, snotrar smásögur og ýmislegt þessleiðis. Hún verður lík- lega að mörgu lík Kvöldvökonum." Þessi skoðun Torfa kemur vel heim og saman við þau ummæli útgefenda í boðsbréfinu að efnið verði fyrst og fremst „stutt og auðskilin og skemtileg brot og ágrip ímislegra vísinda“. Með boðsbréfið sjálft og samtímalýsingu Torfa Eggers í huga virðist því óhætt að taka undir eftirfarandi ályktunarorð Sigurðar Nordals frá 1935 um fyrirætlanir Hafnarstúdentanna þriggja: Þeir Jónas, Konráð og Brynjólfur hafa ætlað sér að gefa út rit, sem hefði orðið með sama svip og „Utlenzki og almenni flokkurinn" í fyrsta árg. Fjölnis [...]. Það er enginn bar- dagahugur í þeim, en þeir ætla sér að fræða almenning og bæta smekk hans á bók- menntir og mál með því að vanda efnisval og búning.6 Varkárir lesendur kynnu reyndar að setja nokkum fyrirvara við þau ummæli Sigurðar að þeir félagar hafi ætlað sér að bæta smekk almennings á bók- menntir og mál7 því að þau geta ekki hafa byggst á öðrum og öllu traustari heimildum en loforðum sem gefin eru í lokaorðum boðsbréfsins um að bókin „verði betur umvönduð enn flest annað, sem áður er prentað á íslenzku. Þó skal okkur einkum vera annt um, að vanda hana að öðru, sem meira ríður á“. Ekki verður annað sagt en að þessi fögru fyrirheit séu fremur óljós og í sjálfu sér þurfa þau ekki að snúa að öðru en ytra útliti tímaritsins sem þeir félagar lögðu mikið kapp á að vanda. I boðsbréfinu nefndu þeir t.d. sérstak- lega að ritið yrði prentað á góðan pappír og að letrið yrði eins og í boðsbréf- inu. Sömuleiðis tóku þeir það fram að væntanlegir kaupendur myndu geta valið milli þess að fá bókina „í blárri, rauðri eða grænni kápu“ eða „í velsku bandi, gylt á kjöl“. Auðvitað er ekki fullkomlega skotið fyrir það loku að þeir skírskoti líka að einhverju leyti til fagurfræði máls og skáldskapar, t.d. með ummælum sínum um það „sem meira ríður á“, en í ljósi þeirra gagna sem nú eru tiltæk verður seint úr því skorið með óyggjandi hætti. Þar verður hver og einn að trúa því sem honum sýnist líklegast. Um einstök atriði sem varða tilurðarsögu Fjölnis er fátt meira vitað en nú hefur verið nefnt. Þó mun með öruggri vissu hægt að fullyrða að fjórði Fjöln- ismaðurinn, Tómas Sæmundsson, hafði fyrst afskipti af ritinu um miðjan maí 1834 þegar hann kom að nýju heim til Kaupmannahafnar eftir tveggja ára námsferð sína um gervalla Evrópu. Hann átti því alls engan þátt í samningu boðsbréfsins, enda skrifar hann ekki undir það, en virðist aftur á móti hafa unnið kappsamlega með félögum sínum að almennri ritstjómarstefnu tíma- ritsins og efnisöflun til fyrsta árgangsins það sumar sem í hönd fór. Meðal annars hafði Tómas samið ýtarleg drög að inngangi og stefnuskrá þess árgangs þegar hann sigldi alfarinn til íslands hinn 11. ágúst þetta sama ár og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.01.2003)
https://timarit.is/issue/292773

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.01.2003)

Aðgerðir: