Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 109
ANDVARI
„HIÐ FAGRA, GÓÐA OG SANNA ER EITT*
107
Skrif Fjölnismanna um fagurfræði takmörkuðust þvf alls ekki við skáld-
skap og aðrar fagrar menntir heldur voru þau liður í því sem Tómas nefndi
„human opdragelse“ í Ferðabók sinni (333). Eins og Heiberg og Schiller hafa
þeir félagar fegurðina í huga hvert sem þeir líta og benda á samfélagslegt
gildi hennar og gagnsemi. í Ferðabókinni fullyrðir Tómas t.d. að það hafi
fremur verið fyrir atbeina snilldarmanna en vegna fortalna að ýmsar hálfsið-
aðar þjóðir tóku við kristinni trú: „Þar af má sjá nauðsyn snilldarinnar fyrir
mannliga skynsemi, hér af má líta hennar miklu verkanir í mannligu lífi“
(331). I „Ur bréfi frá Islandi" sem birtist í fyrsta árgangi Fjölnis víkur Tómas
einnig að skorti á fegurð í íslenskum raunveruleika, hvort sem horft er til
skipulags bæja, húsakosts eða málfars. Jafnframt kemur hann með ýmsar til-
lögur um það hvemig bæta mætti úr þessum annmarka og færa íslendinga
nær þeirri siðmenningu sem hann kynntist í stórborgum Evrópu. Hann sér
t.d. Reykjavík fyrir sér sem „dá-snoturt kaupstaðarkorn“ með breiðum og
beinum götum, stjómarstofnunum, torgum og göngustígum:
ímindaðu þér kauptorg uppfrá sjónum fyrir miðri ströndinni, og annað torg fallegra, með
norðurvegg kyrkjunnar á eína hlið, og til hinna þriggja: háskóla, mentabúr og ráðstofu,
enn á miðju torginu heíðursvarða þess manns, sem slíku hefði til leíðar komið; settu
ennframar suður með tjöminni að austanverðu skemtigaung, og kyrkjugarð hinumegin
sunnantil á Hólavelli - og þá sjerðu, hvumin mig hefir dreýmt að Reýkjavík egi að líta
út eínhvurntíma. (Fjölnir 1835: 69-70)
Sjálfsagt hefur ýmsum íslendingum fundist þessi draumur Tómasar um
Reykjavík sem fagra og fullkomna menningar- og stjórnarmiðstöð landsins
jafn fráleitur og hugmynd hans um snilldarmenn enda liggur sama hughyggja
og hugsjón að baki báðum. Bæði fagurfræði hans og hugmyndir um fagur-
fræðilegt uppeldi eru sprottin upp úr þeim evrópska jarðvegi sem Kant,
Fichte, Schiller, Hegel, Heiberg og fjölmargir aðrir plægðu á síðari hluta 18.
aldar og fyrstu áratugum 19. aldar og á þann hátt er hann beinn þátttakandi í
alþjóðlegri menningar- og bókmenntaumræðu samtímans. Sú skoðun að
Tómas Sæmundsson hafi verið uppfræðingarmaður í anda Magnúsar Stephen-
sens og að leiðarvísarnir í stefnuskrá Fjölnis séu heimagerður bræðingur úr
nytsemishugsjón upplýsingarinnar og rómantískri fegurðardýrkun er með
öðrum orðum óþörf. Með henni er sjónarhom okkar til Tómasar og reyndar
Fjölnismanna allra bæði takmarkað og skekkt til skaða.
LokaorÖ
Rannsóknir á íslenskri skáldskapar- og fagurfræði eru enn sorglega skammt
á veg komnar.34 Að vísu má segja að Islendingar búi ekki að ríkri hefð á