Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 67
andvari
HANNIBAL VALDIMARSSON
65
til formennsku tveim árum fyrr, sneru nú við honum baki. Hannibal var
felldur úr formannssæti Alþýðuflokksins 1954 og Haraldur Guð-
mundsson tók við.
Skömmu eftir flokksþingið er Hannibal mættur með samherjum á
flokksfundi á ísafirði til að ræða niðurstöðu flokksþingsins. Stefán
Stefánsson, Stebbi skó, talaði fyrstur en hann var einn fulltrúa Isfirð-
inga á þinginu. Sagði hann frá tilraunum vinstri manna innan flokks-
ins til að ná samkomulagi um stjóm og miðstjóm. Taldi hann mikil
mistök hafa átt sér stað, þegar meirihlutaaðstaðan var notuð til að skipa
miðstjóm þannig að þar væri nær enginn fulltrúi sem vinstriöflin í
flokknum og flokksfélögin utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar gætu
talið sína fulltrúa. Stefán sagði ástæðuna vera viðhorf til samvinnu við
íhaldið í ASÍ „en Reykvíkingamir væru ólmir í það samstarf, sem yfir-
leitt væri fordæmt af alþýðuflokksmönnum í verkalýðshreyfingunni
úti um land.“95 Jón H. Guðmundsson tók undir með Stefáni. Hann
minntist á flokksstjómarfundinn í júní þar sem víkja átti Hannibal frá
ritstjóm Alþýðublaðsins og sagði það ekki hafa náð fram vegna
afstöðu fulltrúa utan af landi. Talaði hann gegn íhaldssamvinnu í
verkalýðsmálum og sagði mikinn skoðanamun hafa komið fram í
verkalýðsmálanefnd þingsins, þar sem sumir vildu láta samþykkja
yflrlýsingu um samstarf við íhaldið, en engin bindandi fyrirmæli um
það efni náðu fram.
Hannibal Valdimarsson sagði ágreining innan flokksins snúast um
þrjú atriði, eignamálin, varnarmálin og afstöðuna í verkalýðsmálum. I
fyrstu talaði hann um „hvaða örðugleikar hefðu verið á fjárhagslegum
málum flokksins, sem aftur á móti hefði leitt til þess, að nauðsynlegt
hefði verið að hafa sem forustumenn flokksins, þá menn sem ráða yfir
því fjármagni, sem flokknum væri lífsnauðsynlegt til starfsemi
sinnar.“96 Þá talaði hann um formannsskiptin 1952 og hvernig ýmsir
fyrrverandi forystumenn neituðu endurkjöri í miðstjóm flokksins, og
hefðu haldið áfram tómlæti sínu og óvilja til samstarfs við hina nýju
núðstjóm. Þá kom hann að verkalýðsmálunum, og ræddi um samþykkt
verkalýðsmálanefndar flokksins í Reykjavík um íhaldssamvinnu, en sú
nefnd ætti aðeins að vera ráðgefandi, og um frávísun tillögunnar í mið-
stjórn. Sagði hann frá samstarfi sínu við meðstjómarmenn sína síðasta
hjörtímabil, og þeim málum sem þar hafi borið á milli. Loks ræddi
hann nýjustu tíðindi sem voru þau að miðstjóm flokksins hafði leyst
hann frá ritstjóm Alþýðublaðsins.