Andvari - 01.01.2003, Page 63
andvari
HANNIBAL VALDIMARSSON
61
°g skammt til reglulegra kosninga til Alþingis sem haldnar voru í júní
1953.
A því eina ári breyttust hagir Hannibals umtalsvert. Hann var ekki
aðeins þingmaður og forystumaður jafnaðarmanna á ísafirði, heldur
lykilpersóna í landsmálum sem formaður Alþýðuflokksins. Kosninga-
baráttan á ísafirði var sótt af mikilli hörku, en jafnaðarmönnum varð
fljótlega ljóst að á brattann var að sækja. Frambjóðandi Sjálfstæðis-
Hokksins, Kjartan Jóhannsson læknir, var vel metinn og virtur mann-
vinur. Hann hafði verið í framboði fyrir flokkinn allt frá árinu 1946 og
fylgið stöðugt vaxið. Kratamir á ísafirði áttu í erfiðleikum með að
berjast gegn svo vinsælum frambjóðanda. Sumir vildu beita hann
sömu hörðu tökunum og kratar voru vanir að nota gegn andstæðingum
sínum í röðum íhaldsmanna, en á móti töldu ýmsir að það myndi fæla
frá kjósendur, einkum konumar, sem mátu Kjartan mikils. Þá var á
það bent að Hannibal væri kominn í forsvar fyrir flokk sinn á lands-
vísu og málefni bæjarins ættu á hættu að gleymast í þeim darraðar-
bansi. Á slíku var ekki von hjá Kjartani. í fyrsta sinn síðan 1923 fékk
frambjóðandi „íhaldsins“ fleiri atkvæði en jafnaðarmenn á ísafirði.
Kjartan Jóhannsson varð þingmaður ísfirðinga, en Hannibal flaut þó
Jnn sem landskjörinn. Hann var ekki í kjöri aftur á ísafirði fyrr en kjör-
dæmabreyting hafði átt sér stað haustið 1959 og bærinn var orðinn
hluti af Vestfjarðakjördæmi. Þá var söguhetja okkar komin í nýjar her-
búðir.
8. Flokksleiðtoginn
£*egar kom að flokksþingi Alþýðuflokksins árið 1952 voru aðstæður að
^örgu leyti breyttar. Ríkisstjóm Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks
hafði verið mynduð eftir haustkosningamar 1949, sannkölluð helm-
lngaskiptastjóm. Alþýðuflokkurinn og ríkisstjórnarflokkarnir mynd-
uðn meirihluta innan Alþýðusambands íslands og réðu alþýðuflokks-
^enn forseta sambandsins. Ráðandi öfl innan flokksins voru harla
auægð með þessa skipan mála. Sósíalistar réðu þó mörgum verka-
fyÖsfélögum og var stjóm þeirra í Verkamannafélaginu Dagsbrún í
freykjavík þar mikilvægust. Sósíalistar börðust hatrammlega gegn for-
ystu Alþýðusambandsins á þessum árum og kölluðu hana lepp
atvinnurekenda og þjón Bandaríkjanna. Víða úti um land áttu alþýðu-