Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 165
ANDVARI
UM PRÓSALJÓÐ SIGFÚSAR DAÐASONAR
163
Áhyggjur skáldsins af að „Bemska“ væri lítt skiljanleg öðrum voru áreiðan-
lega óþarfar. Seinna (5.10.1954) skrifar Sigfús Jóni um ljóðin: „Annars var
ég um tíma að hugsa um að kalla þetta ferðavísur, en ég þori það ekki, fólk
mundi verða svo ægilega hneykslað.“
Hin ljóðin tvö, „Guðræknisstund í Písa“ og „Einnig sú stund barst þér að
vitum ...“, urðu síðar nr. XX og XXII í Höndum og orðum. Vissulega eru
þetta ferðakvæði þó ekki séu þau hefðbundin. I því sambandi má rifja upp
það sem Sigfús skrifaði um svipað leyti í grein um Paul Éluard um annað
,skáld og ferðamann', hinn belgíska Henri Michaux
sem yrkir að vísu ljóð um ferðir sínar, en ljóð sem eru í uppreisn gegn því sem hann sér,
gegn öllum þessum fjöllum, vötnum, borgum, sem venjulegar ferðabækur dásama. Hinn
hversdagslegi globe-trotter sér ekki aðra fegurð en þá sem fræg er í ferðabókum, en
þessi skáld [Michaux og Éluard] neita að fallast á hinar fyrirfram gerðu hugmyndir um
fegurð, annar rís gegn þeim, hinn kýs þögnina.25
Á páskum 1952 fór Sigfús til Ítalíu um Nice og minnist meðal annars á
Genúa, Pfsa og Flórens í bréfum sínum. „Viareggio prezzo Pisa, þar var
Rilke,“ skrifar hann Jóni Óskari. Vafalítið er kvæði nr. XX ort í þeirri ferð
eða skömmu síðar.
XX • Guðræknisstund í Písa
Hémamegin við Písa streittust arðuruxamir um akrana í sólarhitanum. Það
var mikil hvíld og ógleymanleg náð að staldra við í túngrænkunni og ganga
síðan í svala kirkjuna. Nokkrir illa rakaðir klerkar voru að þjóna Guði. Ég
minntist þess að ég hafði ekki farið til kirkju í tíu ár. Þeir brenndu reykelsi,
og ekki veit ég hvað kom að mér eða hvort augun brugðust mér, nema ég
gat ekki betur séð en að einn klerkanna væri ekki sem alvarlegastur í bragði
við þá athöfn. En ég stóð frammundir miðri kirkju upp við eina súluna.
Hópur ferðamanna, flestir vopnaðir fullkomnustu myndavélum, hafði tekið
sér stöðu fyrir framan kórinn; þeir fylgdust með athöfninni af áfergju trúð-
leiksáhorfenda. Við máttum ekki vera að bíða eftir prósessíunni því vagn-
inn hélt áfram klukkan tíu mínútur fyrir fjögur. O forlátarammi hmnins
heims, ó brostnu bönd, ó miskunnarlausi tími!
í fyrstu virðist hér vera að fara af stað rétt og slétt ferðasaga - globe-trotter
að skoða fegurð þá sem fræg er í ferðabókum - svo notuð séu orð Sigfúsar
úr fyrrnefndri grein. Orðalagið er að vísu upphafnara en gengur og gerist í
venjulegri frásögn: „Það var mikil hvíld og ógleymanleg náð að staldra við í
túngrænkunni og ganga síðan í svala kirkjuna.“ Við hrökkvum við: eru tvær
fyrstu málsgreinar Ijóðsins kannski skopstæling á mærðarfullri ferðasögu?
Framhaldið gefur til kynna að sá grunur muni vera réttur. „Nokkrir illa rak-