Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 165

Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 165
ANDVARI UM PRÓSALJÓÐ SIGFÚSAR DAÐASONAR 163 Áhyggjur skáldsins af að „Bemska“ væri lítt skiljanleg öðrum voru áreiðan- lega óþarfar. Seinna (5.10.1954) skrifar Sigfús Jóni um ljóðin: „Annars var ég um tíma að hugsa um að kalla þetta ferðavísur, en ég þori það ekki, fólk mundi verða svo ægilega hneykslað.“ Hin ljóðin tvö, „Guðræknisstund í Písa“ og „Einnig sú stund barst þér að vitum ...“, urðu síðar nr. XX og XXII í Höndum og orðum. Vissulega eru þetta ferðakvæði þó ekki séu þau hefðbundin. I því sambandi má rifja upp það sem Sigfús skrifaði um svipað leyti í grein um Paul Éluard um annað ,skáld og ferðamann', hinn belgíska Henri Michaux sem yrkir að vísu ljóð um ferðir sínar, en ljóð sem eru í uppreisn gegn því sem hann sér, gegn öllum þessum fjöllum, vötnum, borgum, sem venjulegar ferðabækur dásama. Hinn hversdagslegi globe-trotter sér ekki aðra fegurð en þá sem fræg er í ferðabókum, en þessi skáld [Michaux og Éluard] neita að fallast á hinar fyrirfram gerðu hugmyndir um fegurð, annar rís gegn þeim, hinn kýs þögnina.25 Á páskum 1952 fór Sigfús til Ítalíu um Nice og minnist meðal annars á Genúa, Pfsa og Flórens í bréfum sínum. „Viareggio prezzo Pisa, þar var Rilke,“ skrifar hann Jóni Óskari. Vafalítið er kvæði nr. XX ort í þeirri ferð eða skömmu síðar. XX • Guðræknisstund í Písa Hémamegin við Písa streittust arðuruxamir um akrana í sólarhitanum. Það var mikil hvíld og ógleymanleg náð að staldra við í túngrænkunni og ganga síðan í svala kirkjuna. Nokkrir illa rakaðir klerkar voru að þjóna Guði. Ég minntist þess að ég hafði ekki farið til kirkju í tíu ár. Þeir brenndu reykelsi, og ekki veit ég hvað kom að mér eða hvort augun brugðust mér, nema ég gat ekki betur séð en að einn klerkanna væri ekki sem alvarlegastur í bragði við þá athöfn. En ég stóð frammundir miðri kirkju upp við eina súluna. Hópur ferðamanna, flestir vopnaðir fullkomnustu myndavélum, hafði tekið sér stöðu fyrir framan kórinn; þeir fylgdust með athöfninni af áfergju trúð- leiksáhorfenda. Við máttum ekki vera að bíða eftir prósessíunni því vagn- inn hélt áfram klukkan tíu mínútur fyrir fjögur. O forlátarammi hmnins heims, ó brostnu bönd, ó miskunnarlausi tími! í fyrstu virðist hér vera að fara af stað rétt og slétt ferðasaga - globe-trotter að skoða fegurð þá sem fræg er í ferðabókum - svo notuð séu orð Sigfúsar úr fyrrnefndri grein. Orðalagið er að vísu upphafnara en gengur og gerist í venjulegri frásögn: „Það var mikil hvíld og ógleymanleg náð að staldra við í túngrænkunni og ganga síðan í svala kirkjuna.“ Við hrökkvum við: eru tvær fyrstu málsgreinar Ijóðsins kannski skopstæling á mærðarfullri ferðasögu? Framhaldið gefur til kynna að sá grunur muni vera réttur. „Nokkrir illa rak-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.