Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 157
ANDVARI
UM PRÓSAUÓÐ SIGFÚSAR DAÐASONAR
155
„Orðatildur, væmni, tilgerð og hugleiðingar“: orðin eru umbúðalaus lýsing á
ýmsu því sem flestir mundu líklega fallast á núorðið að væru dæmigerðir
,gallar‘ á hinum svokölluðu óbundnu ljóðum þessara ára, og um leið eru þau
skýr vísbending um að Jón Thoroddsen hugðist leita á önnur mið, og gerði
það. En eru ,flugurnar‘ ljóð?
Brot einsog „Hatturinn“, „Eftir dansleik“ og „Kvenmaður“ gætu verið
klippt útúr skáldsögu. Þau eru vitanlega ekkert síðri fyrir það og geta líka
mjög vel staðið ein sér - tvö fyrri brotin sem stuttar atvikssögur; þetta eru
smámyndir, mjög Ijóslifandi atvik, og „Hatturinn“ er reyndar mun þéttari
texti en almennt gerist í skáldsögu, aðalatriðið er hið ósagða. „Kvenmaður“
er ekki síður hnyttinn texti, hann lýsir ekki atviki heldur felur í sér niður-
stöðu, úttekt á því hvemig tiltekin femme fatale hefur leikið karlmenn, og
hljóðar svo:
Hún var formáli að ástarævisögum manna.
Hún var innskotskafli.
Hún var kapítulaskipti.
Og nú er hún ástarævisaga mín. En það hefur gleymst að prenta orðin:
Öll réttindi áskilin.
Sjálfur mundi ég kalla þessa þrjá texta anekdótur fremur en ljóð. Þó kemur
eflaust til greina að telja þá til ljóða, þeir hafa þann þéttleika og afmörkun
sem ljóð þarf að hafa og prósaljóð hafa yfirleitt haft í Frakklandi frá því að
tegundin varð þar til um miðja 19. öld. Þeir eru hinsvegar æði ólíkir þeim
Ijóðum Sigfúsar og Stefáns Harðar sem ég minntist á hér að framan í
tengslum við „Hel“.
Örðugra er, að mínum dómi, að færa að því rök um ýmsa aðra texta Flugna
að þeir séu ljóð. Ég nefni „Frost á Grímsstöðum“ sem nokkuð augljóst dæmi.
Flugan „Vita nuova“ kemst sennilega næst því að vera ljóð. Hitt væru þá
prósabrot af ýmsu tagi,15 sögubrot og samtalsþættir. „Blaðsíða af prósa er
ekki prósaljóð,“ ritaði Max Jacob 1916,16 og þau orð hans eru vitaskuld í
fullu gildi. Spurningin blífur: hvenær er prósabrot ljóð?
En nú er líklega rétt að taka tvennt fram: Þó eðlilegt megi teljast, þegar
rætt er um framlag Sigfúsar Daðasonar til prósaljóða á íslensku, að skoða og
meta ,fyrstu prósaljóðabókina eftir íslenskan höfund1,17 og þótt hugsanlega
sé einnig verjandi að ýja að efasemdum um að auðvitað séu allar flugumar,
að formálanum meðtöldum,18 prósaljóð, þá lít ég ekki á það sem hlutverk
mitt að færa Flugur á nýjan bás í bókmenntasögunni. í annan stað vildi ég
mega fyrirbyggja þann misskilning að með athugasemdum mínum sé ég á
einhvem hátt að gera lítið úr Flugum og reyna að draga úr gildi þeirra. Þetta
eru vissulega frumlegir textar og sumir bráðsnjallir, hafa flestir enst vel og
munu vafalítið gera það áfram hvað sem þeir verða kallaðir.