Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 118
116
SVEINN EINARSSON
ANDVARI
VÖLUSPÁIN
um
leikrit mitt: Frú Sigríði Johnsen “ -
Jeg: 1890 um haustið var jeg að byrja leikrit sem átti að fara til verðlauna-
nefndar hjer í Reykjavík og fór það líka 30. október 1891.- Þjer sögðuð
þá jeg fengi peninga fyrir leikritið, en verðlaunanefndin mundi gefa
mjer kompliment fyrir það, en ekki fje.
Valvan: Fór það ekki eins og jeg sagði?
Jeg: Jú, alveg, nema jeg hef enga peninga fengið fyrir það enn.
Valvan: Jeg meina að þeir komi -
Jeg: Áður en Wulff leikari kom sögðuð þjer mjer, að hingað kæmi ungur
maður, sem jeg hefði mjög mikið gagn af, og sögðuð mjer fyrir ýmis-
legt smávegis með hann sem hefur komið fram.
Valvan: Honum þykir vænt um yður. Þjer getið treyst honum.
Jeg: Jeg hef gjört það, og gjöri það enn.
Valvan: Það er yður óhætt.
Jeg: Getið þjer sagt mjer nokkuð um þetta leikrit nú.
Valvan: Já, töluvert, jeg er farin að þekkja það töluvert, þó jeg hafi aldrei
sjeð það, og aldrei heyrt neinn tala um það.
Jeg: Þjer sögðuð í vetur, að jeg þyrfti ekki að breyta því og að persónumar
væru 16.
Valvan: Já jeg hjelt að þjer þyrftuð ekki að breyta því, en nú hafið þjer víst
gjört það samt, jeg hjelt það af því að stykkið gjörir að mínu áliti fjarska
mikla lukku. En þess háttar er ekki gott að sjá. Þjer skrifið alla daga -
sunnudaga opt líka - en hvað er ekki gott að vita. - Persónumar þóttist
jeg telja rjett, þær vóru 16.
Jeg: Teljið þjer suffleur, eða regisseur - manninn, sem stjómar leiknum
meðan verið er að leika.
Valvan: Kemur regisseurinn inn á scenina (sic) - suffleurinn sjest aldrei svo
jeg viti.
Jeg: Regisseurinn kemur ekki inn á scenuna meðan tjaldið er uppi-
Valvan: Með persónu meina jeg hvem þann, sem kemur inn á scenuna og
talar nokkrar setningar í stykkinu.
Jeg: Vatnskerlingar sem nú eru þar falla sjálfsagt burtu og þá eru persónumar
15.
Valvan: Jeg get ekki deilt við yður, þjer hljótið að vita það.
Jeg: Þjer segið að stykkið verði leikið utanlands.
Valvan: Já, það verður leikið, og gjörir fjarska mikla lukku.
Jeg: Af hverju vitið þjer það?
Valvan: Fólkið kemur í straumum og fólksfjöldinn er ógurlegur.