Andvari

Árgangur
Tölublað

Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 34

Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 34
32 SIGURÐUR PÉTURSSON ANDVARI Ámi kom til Súðavíkur þar til að Grímur Jónsson, útgerðar- og kaup- maður, undirritaði samkomulag við Verkalýðsfélag Álftfirðinga og viðurkenndi þannig tilverurétt og samningsumboð þess. Framganga Hannibals í verkfallinu í Súðavík árið 1931 varð eld- skím hans í baráttu fyrir réttindum verkafólks og uppbyggingu verka- lýðshreyfingarinnar. Forysta hans vakti athygli í höfuðvígi Alþýðu- flokksins á Vestfjörðum og hann var fenginn til að flytja til Isafjarðar til frekari afreka á því sviði. í höfuðvígi jafnaðarmanna Verkalýðshreyfingin skaut rótum á ísafirði á árum fyrri heimsstyrjald- arinnar. Sama ár og Alþýðusamband íslands og Alþýðuflokkurinn voru stofnuð, 1916, voru stofnuð þar Hásetafélag og Verkamannafélag. Félögin fengu síðar nöfnin Sjómannafélag Isfirðinga og Verkalýðs- félagið Baldur og urðu grundvöllurinn að þeim miklu áhrifum sem jafn- aðarmenn náðu á ísafirði. Um 1930 verða nokkur straumhvörf í for- ystusveit Alþýðuflokksins á ísafirði. Vilmundur Jónsson héraðslæknir, sem verið hafði helsti forystumaður jafnaðarmanna í bæjarstjóm í heilan áratug, var skipaður landlæknir árið 1931 og flutti til Reykja- víkur. Við aljjingiskosningamar í júní sama ár var hann kjörinn þing- maður fyrir Isafjarðarkaupstað. Finnur Jónsson varð framkvæmdastjóri Samvinnufélags ísfirðinga við stofnun þess árið 1928, en jafnframt for- maður Baldurs og bæjarfulltrúi. Störf hans fyrir Samvinnufélagið urðu æ umfangsmeiri og oft var hann langdvölum úr bænum, einkum við sfldarútgerðina á Siglufirði á sumrin. Við þetta bættist að tveir af yngri mönnunum sem framarlega stóðu í sveit jafnaðarmanna höfðu gengið til liðs við Kommúnistaflokkinn þegar hann var stofnaður haustið 1930. Það voru Ingólfur Jónsson, bróðir Finns, sem verið hafði helsti forystu- maður Jafnaðarmannafélagsins á Isafirði, forseti Verklýðssambands Vesturlands fyrstu árin og jafnframt bæjarstjóri á Isafirði, og Halldór Olafsson frá Gjögri sem var ritstjóri Skutuls frá 1928 er Verklýðssam- bandið tók að sér útgáfu blaðsins. Alþýðuflokksmenn á ísafirði drógu hratt en örugglega úr áhrifum þeirra í kjölfarið. I janúar 1931 tók Vil- mundur við forystu Jafnaðarmannafélagsins og Finnur við forsetaemb- ætti sambandsins á þingi þess. Jafnframt gerðist Finnur ritstjóri Skutuls. Það var því þörf fyrir nýtt blóð í forystuna. Hannibal sat þriðja þing Verklýðssambandsins í janúar 1931 sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.01.2003)
https://timarit.is/issue/292773

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.01.2003)

Aðgerðir: