Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 34
32
SIGURÐUR PÉTURSSON
ANDVARI
Ámi kom til Súðavíkur þar til að Grímur Jónsson, útgerðar- og kaup-
maður, undirritaði samkomulag við Verkalýðsfélag Álftfirðinga og
viðurkenndi þannig tilverurétt og samningsumboð þess.
Framganga Hannibals í verkfallinu í Súðavík árið 1931 varð eld-
skím hans í baráttu fyrir réttindum verkafólks og uppbyggingu verka-
lýðshreyfingarinnar. Forysta hans vakti athygli í höfuðvígi Alþýðu-
flokksins á Vestfjörðum og hann var fenginn til að flytja til Isafjarðar
til frekari afreka á því sviði.
í höfuðvígi jafnaðarmanna
Verkalýðshreyfingin skaut rótum á ísafirði á árum fyrri heimsstyrjald-
arinnar. Sama ár og Alþýðusamband íslands og Alþýðuflokkurinn voru
stofnuð, 1916, voru stofnuð þar Hásetafélag og Verkamannafélag.
Félögin fengu síðar nöfnin Sjómannafélag Isfirðinga og Verkalýðs-
félagið Baldur og urðu grundvöllurinn að þeim miklu áhrifum sem jafn-
aðarmenn náðu á ísafirði. Um 1930 verða nokkur straumhvörf í for-
ystusveit Alþýðuflokksins á ísafirði. Vilmundur Jónsson héraðslæknir,
sem verið hafði helsti forystumaður jafnaðarmanna í bæjarstjóm í
heilan áratug, var skipaður landlæknir árið 1931 og flutti til Reykja-
víkur. Við aljjingiskosningamar í júní sama ár var hann kjörinn þing-
maður fyrir Isafjarðarkaupstað. Finnur Jónsson varð framkvæmdastjóri
Samvinnufélags ísfirðinga við stofnun þess árið 1928, en jafnframt for-
maður Baldurs og bæjarfulltrúi. Störf hans fyrir Samvinnufélagið urðu
æ umfangsmeiri og oft var hann langdvölum úr bænum, einkum við
sfldarútgerðina á Siglufirði á sumrin. Við þetta bættist að tveir af yngri
mönnunum sem framarlega stóðu í sveit jafnaðarmanna höfðu gengið
til liðs við Kommúnistaflokkinn þegar hann var stofnaður haustið 1930.
Það voru Ingólfur Jónsson, bróðir Finns, sem verið hafði helsti forystu-
maður Jafnaðarmannafélagsins á Isafirði, forseti Verklýðssambands
Vesturlands fyrstu árin og jafnframt bæjarstjóri á Isafirði, og Halldór
Olafsson frá Gjögri sem var ritstjóri Skutuls frá 1928 er Verklýðssam-
bandið tók að sér útgáfu blaðsins. Alþýðuflokksmenn á ísafirði drógu
hratt en örugglega úr áhrifum þeirra í kjölfarið. I janúar 1931 tók Vil-
mundur við forystu Jafnaðarmannafélagsins og Finnur við forsetaemb-
ætti sambandsins á þingi þess. Jafnframt gerðist Finnur ritstjóri Skutuls.
Það var því þörf fyrir nýtt blóð í forystuna.
Hannibal sat þriðja þing Verklýðssambandsins í janúar 1931 sem