Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 52
50
SIGURÐUR PÉTURSSON
ANDVARI
Næstu bæjarstjórnarkosningar voru haldnar í janúar 1942. Nú voru
bjartari tímar en áður. Stríðið var skollið á og næga atvinnu að hafa.
Nokkrar deilur urðu um sölu alþýðuflokksmanna á togara bæjarins,
Skutli, en hann hafði verið seldur með miklum hagnaði úr bænum. Var
það aðalástæða þess að fram kom listi að mestu samsettur af sós-
íalistum og íhaldsmönnum sem nefndu sig óháða. Fengu þeir tvo menn
kjöma, en tóku þá báða frá Sjálfstæðisflokknum. Alþýðuflokkurinn
fékk fimm bæjarfulltrúa og öruggan meirihluta. Oddvitar listans voru
þeir Guðmundur G. Hagalín og Hannibal Valdimarsson.69
í árslok 1945 voru íbúar ísafjarðar 2919 og urðu aldrei fleiri. Þá kom
áfallið. Margt hafði breyst, jafnt í landsmálum sem bæjarmálum, á
þeim tíma. Island var orðið lýðveldi, og hafði staðið styrr um stefnu
ýmissa alþýðuflokksmanna í kringum það mál. Góðæri stríðsáranna
var liðið. I atvinnumálum var hlutur jafnaðarmanna og verkalýðshreyf-
ingarinnar orðinn miklu minni en áður var. Framtakssamir borgarar
höfðu hafið myndarlega útgerð og rekstur frystihúsa. Sósíalistar og
sjálfstæðismenn sátu saman í ríkisstjóm ásamt Alþýðuflokknum. Þótt
ýmsar framkvæmdir á vegum bæjarins væru í gangi, þar á meðal sund-
höllin, húsmæðraskólinn og stækkun gagnfræðaskólans, þá var þeim
ekki lokið. Auk þess höfðu orðið nokkur umskipti meðal bæjarbúa.
Margt af því fólki sem bjó á ísafirði á millistríðsárunum flutti suður á
stríðsárunum, enda þenslan meiri þar. A móti kom að nýtt fólk flutti til
bæjarins úr Djúpinu, norðan af Homströndum og úr Jökulfjörðum.
Þótt Alþýðuflokkurinn hafi notið nokkurs fylgis í Norðursýslunni,
einkum þegar Vilmundur var þar í framboði, var meirhluti kjósenda
þar yfirleitt á bandi Sjálfstæðisflokksins.
Einn þeirra sem fluttu úr bænum var oddviti jafnaðarmanna, Guð-
mundur G. Hagalín. Hann flutti í ársbyrjun 1946 og var því ekki á lista
flokksins við bæjarstjómarkosningamar. Efstu sæti á lista Alþýðu-
flokksins skipuðu: Hannibal Valdimarsson skólastjóri, forseti Alþýðu-
sambands Vestfjarða og ritstjóri Skutuls, Helgi Hannesson kennari,
formaður Verkalýðsfélagsins Baldurs, Grímur Kristgeirsson rakari,
Birgir Finnsson framkvæmdastjóri Samvinnufélags Isfirðinga (sonur
Finns Jónssonar) og Guðmundur Guðmundsson skipstjóri.70 Uppröð-
unin var í hefðbundnum stíl. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar, iðn-
aðarmanna og sjómanna; tveir kennarar og allt karlmenn.
Úrslit kosninganna urðu þau að Alþýðuflokkurinn fékk 666 atkvæði
og fjóra fulltrúa kjörna, Sjálfstæðisflokkurinn 534 atkvæði og sama