Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 166

Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 166
164 ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON ANDVARI aðir klerkar voru að þjóna Guði [...] og ekki veit ég hvað kom að mér eða hvort augun brugðust mér, nema ég gat ekki betur séð en að einn klerkanna væri ekki sem alvarlegastur í bragði við þá athöfn.“ Athöfnin er trúðleikur, sviðsettur handa ferðamönnum, og fyrirsögn ljóðsins hljómar að lestri þess loknum sem argasta háð. í þá átt hnígur einnig örlítil breyting sem Sigfús gerði á setningu sem ég vitnaði í hér á undan, en hún hljóðaði upphaflega: „Nokkrir illa rakaðir prestar sungu messu ,..“.26 „Ég minntist þess að ég hafði ekki farið til kirkju í tíu ár“: Allt bendir til að þetta sé ,raunsæisleg‘ athugasemd. Þegar Sigfús var í Písa vorið 1952 voru tíu ár liðin frá því að hann var fermdur. Ljóðið er Reisebild, ferðamynd. Ekki grallaraleg einsog hjá Heine heldur launhæðin. En skáldið lokar því vendilega með setningu þar sem háðið er horfið en í staðinn komin dapurleg athugasemd um forgengileik lífsins: „Ó forlátarammi hrunins heims, ó brostnu bönd, ó miskunnarlausi tími!“ Prósaljóðin nr. XXI og XXII eru borgarljóð einsog megnið af seinnihluta ljóðabókarinnai', en hann nefnist „Borgir og strendur“. Bæði eru þau fjarska vel gerð, og einkum hefur mér lengi þótt hið fyrra eftirminnilegt. Það hljóðar svo: XXI Augnaráð borgarinnar voru svo margræð að mig svimaði við að mæta þeim: - hin undirförulu augnaráð og hin ísmeygilegu, og hin yfirgefnu og hin ofurseldu, og þau augnaráð sem loguðu í furðulega næringarfrekum eldi og önnur sem voru að því komin að slokkna, og hin blindu augnaráð, og þau augnaráð sem allt skynja; og hefði mig aðeins langað til gat ég án efa greint hin eitruðu augnaráð sem fræðimenn minnast stundum á. En mest varð mér um að mæta hinum frökku augnaráðum og hinum bljúgu, ég sá hvað þau eru umkomulaus og hve eðli þeirra er skylt, þau minntu mig á svo margt og svo margt, þau minntu mig á hin tæru augnaráð sem ég leitaði lengi nætur en fann ekki. Ekkert lýsir mönnum einsog augun. Persónur og leikendur eru hér augna- ráðin sem ljóðmælandi mætir, en staður og tími er stórborg að næturlagi. Ljóðið er aðeins tvær málsgreinar. Það er flétta svokölluð (gr. ploke), en svo er það stflbragð kallað þegar eitt orð eða fleiri eru ofin í textabút, endurtekin aftur og aftur. Ljóðmælandi mætir ellefu augnaráðum í borginni, leitar þeirra tólftu en finnur ekki. Það að ljóðmælandi talar einungis um augnaráðin er svo annað stflbragð sem nefnist hluti í stað heildar (gr. synekdokhe). Ljóðið um ,augnaráðin margræðu4 er að mínum dómi í röð bestu borgar- ljóða á íslensku. I því er leikur, en um leið djúp og samúðarrík sýn á mann- lífið. Að inntaki líkist það um margt fyrsta ljóði Handa og orða sem fjallar um fjölbreytileika lífsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.