Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 46
44
SIGURÐUR PÉTURSSON
ANDVARI
Afstaðan til kommúnista
Sambúð jafnaðarmanna og kommúnista innan Alþýðuflokksins fór
hríðversnandi eftir 1928. Það voru einkum kommúnistar sem tóku að
deila á foringja jafnaðarmanna og saka þá um undanslátt og þjónkun
við stéttaróvininn. Friður hélst nokkuð góður á ísafirði milli ólíkra
skoðana innan flokksins og vildu forystumenn flokksins greinilega
halda öllum verkalýðssinnum og jafnaðarmönnum innan einnar hreyf-
ingar. Þegar kommúnistar stofnuðu sinn eigin flokk árið 1930 snerust
jafnaðarmenn á Isafirði hins vegar harkalega gegn þeim, eins og áður
var minnst á. Hélt sá bardagi áfram næstu árin.
Afstaða jafnaðarmanna til kommúnista harðnaði nokkuð þegar frá
leið í takt við áróður kommúnista sem beindist jafnvel frekar að forystu
Alþýðuflokksins en atvinnurekendum og íhaldsöflum í bænum. Var það
í samræmi við áherslur Alþjóðasambands kommúnista sem Kommún-
istaflokkur Islands var aðili að. Fylgismenn Kommúnistaflokksins voru
aldrei fjölmennir á Isafirði, en þeir störfuðu mjög skipulega og voru all-
áberandi á fundum Verkalýðsfélagsins Baldurs. Fremur erfiðlega gekk
fyrir kommúnista að afhjúpa sviksemi sósíaldemokratísku foringjanna
á Isafirði við alþýðuna, eins og það hét í þeirra munni. Þegar Hannibal
var kjörinn formaður Baldurs á aðalfundi í febrúar 1932 hlaut hann 118
atkvæði en frambjóðandi kommúnista 27.56 Héldust þau hlutföll lítið
breytt næstu ár, þó fjölgaði í félaginu. Jafnaðarmenn nutu stuðnings í
félögum verkafólks og sjómanna á ísafirði. Eftir eitt ár sem formaður í
Baldri skrifaði Hannibal í ársbyrjun 1933:
Friður góður og samvinna hin bezta hefir verið innan stjórnarinnar, en aftur
á móti hafa einstakir félagar truflað frið á fundum og hefir það færst í vöxt
nú síðustu mánuðina. Var seinasta fundi jafnvel hleypt upp á hinn stráksleg-
asta hátt. Vítir stjómin harðlega slíka fávíslega siðleysis framkomu og fær
ekki séð, að samtökum verklýðsins sé meiri háski búinn frá öðrum, - jafnvel
ekki andstæðingunum - heldur en einmitt þeim er þannig haga sér. Óskar
félagsstjórnin þess, að í Baldri verði lítil viðkoma slíkra manna á næsta ári
og í framtíðinni.57
Ekki varð Hannibal og félögum hans að þeirri ósk. Kreppan var nú
skollin á með fullum þunga, verðfalli á saltfiski og öðrum afurðum og
sölutregðu. Stolt jafnaðarmanna á ísafirði, Samvinnufélag ísfirðinga
með Birnina sína sjö, lenti í miklum rekstrarerfiðleikum og greiðslu-
staða bæjarins versnaði stórum. Atvinna minnkaði einkum að haustinu