Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2003, Side 46

Andvari - 01.01.2003, Side 46
44 SIGURÐUR PÉTURSSON ANDVARI Afstaðan til kommúnista Sambúð jafnaðarmanna og kommúnista innan Alþýðuflokksins fór hríðversnandi eftir 1928. Það voru einkum kommúnistar sem tóku að deila á foringja jafnaðarmanna og saka þá um undanslátt og þjónkun við stéttaróvininn. Friður hélst nokkuð góður á ísafirði milli ólíkra skoðana innan flokksins og vildu forystumenn flokksins greinilega halda öllum verkalýðssinnum og jafnaðarmönnum innan einnar hreyf- ingar. Þegar kommúnistar stofnuðu sinn eigin flokk árið 1930 snerust jafnaðarmenn á Isafirði hins vegar harkalega gegn þeim, eins og áður var minnst á. Hélt sá bardagi áfram næstu árin. Afstaða jafnaðarmanna til kommúnista harðnaði nokkuð þegar frá leið í takt við áróður kommúnista sem beindist jafnvel frekar að forystu Alþýðuflokksins en atvinnurekendum og íhaldsöflum í bænum. Var það í samræmi við áherslur Alþjóðasambands kommúnista sem Kommún- istaflokkur Islands var aðili að. Fylgismenn Kommúnistaflokksins voru aldrei fjölmennir á Isafirði, en þeir störfuðu mjög skipulega og voru all- áberandi á fundum Verkalýðsfélagsins Baldurs. Fremur erfiðlega gekk fyrir kommúnista að afhjúpa sviksemi sósíaldemokratísku foringjanna á Isafirði við alþýðuna, eins og það hét í þeirra munni. Þegar Hannibal var kjörinn formaður Baldurs á aðalfundi í febrúar 1932 hlaut hann 118 atkvæði en frambjóðandi kommúnista 27.56 Héldust þau hlutföll lítið breytt næstu ár, þó fjölgaði í félaginu. Jafnaðarmenn nutu stuðnings í félögum verkafólks og sjómanna á ísafirði. Eftir eitt ár sem formaður í Baldri skrifaði Hannibal í ársbyrjun 1933: Friður góður og samvinna hin bezta hefir verið innan stjórnarinnar, en aftur á móti hafa einstakir félagar truflað frið á fundum og hefir það færst í vöxt nú síðustu mánuðina. Var seinasta fundi jafnvel hleypt upp á hinn stráksleg- asta hátt. Vítir stjómin harðlega slíka fávíslega siðleysis framkomu og fær ekki séð, að samtökum verklýðsins sé meiri háski búinn frá öðrum, - jafnvel ekki andstæðingunum - heldur en einmitt þeim er þannig haga sér. Óskar félagsstjórnin þess, að í Baldri verði lítil viðkoma slíkra manna á næsta ári og í framtíðinni.57 Ekki varð Hannibal og félögum hans að þeirri ósk. Kreppan var nú skollin á með fullum þunga, verðfalli á saltfiski og öðrum afurðum og sölutregðu. Stolt jafnaðarmanna á ísafirði, Samvinnufélag ísfirðinga með Birnina sína sjö, lenti í miklum rekstrarerfiðleikum og greiðslu- staða bæjarins versnaði stórum. Atvinna minnkaði einkum að haustinu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.