Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 69
andvari
HANNIBAL VALDIMARSSON
67
forystu, þó að ýmis flokksfélög úti á landi, svo sem fulltrúaráð flokks-
ins á Isafirði hvetti miðstjóm flokksins til að endurskoða afstöðu sína
til Hannibals og stuðningsmanna hans.98
Hannibal og fylgismenn hans í samstarfi við sósíalista sendu
áskorun í nafni miðstjórnar Alþýðusambandsins þar sem þeir hvöttu til
myndunar félagshyggjustjómar Alþýðuflokks, Sósíalistaflokks, Þjóð-
varnarflokks og Framsóknarflokks. Sendu þeir flokkunum boð um að
skipa fulltrúa í nefnd til að ræða möguleika slíkrar stjómarsamvinnu.99
Flokkamir tjáðu sig fúsa til viðræðna við Alþýðusambandið, þótt
nokkur munur væri á afstöðu þeirra til samvinnu við aðra flokka.100
Um haustið samþykkti miðstjóm ASÍ ítarlega stefnuyfirlýsingu og
lagði fram sem umræðugrundvöll.101 Sósíalistaflokkurinn var sá eini
sem spilaði með af áhuga. Hann samþykkti á 10. flokksþingi sínu að
koma á kosningabandalagi stjómarandstöðuflokkanna þriggja, Sósíal-
istaflokks, Þjóðvamarflokks og Alþýðuflokks.102 Þeir síðamefndu
höfnuðu báðir hugmyndinni.
Arið 1955 einkenndist af verkfallsátökum sem lengi var vitnað til,
þar sem verkfallsverðir Dagsbrúnar og fleiri félaga í Reykjavík og
nágrenni stóðu við vegatálma og stöðvuðu olíuflutningaskip. Stjóm
Alþýðusambandsins stóð fast að baki verkfallsmönnum. Eftir sex
vikna verkfall náðust loks samningar um hækkun launa, lengingu
orlofs og stofnun atvinnuleysistryggingasjóðs. Verkfallið hafði mikil
ahrif og veikti mjög ríkisstjórnina sem starfað hafði frá 1950.
Þegar kemur fram á árið 1956 er ljóst að ríkisstjóm Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks er orðin veik og mikil gerjun á sér stað á
vinstri vængnum. í mars náðist meirihluti á Alþingi fyrir tillögu um að
Segja upp herstöðvasamningnum við Bandaríkin með það fyrir augum
að láta herinn hverfa burt úr landinu. Það voru þingmenn Sósíalista-
flokksins og Þjóðvamarflokksins sem studdu tillöguna ásamt þing-
naönnum úr Alþýðuflokki og Framsóknarflokki. Vinstri meirihluti
hafði myndast.103 Ýmsir framsóknarmenn voru famir að ókyrrast eftir
fimm ára samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og vildu leita nýrra leiða.
Fönd sem áður voru milli krata og framsóknarmanna, en trosnað höfðu
um tíma, voru nú aftur splæst saman.
Fyrir alþingiskosningamar 1956 varð samkomulag milli Alþýðu-
flokks og Framsóknarflokks um samstarf flokkanna þannig að þeir
hyðu ekki fram hvor gegn öðrum í einstökum kjördæmum, og hvöttu
fylgismenn sína til að kjósa frambjóðendur hvor annars. Með því að