Andvari

Árgangur
Tölublað

Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 116

Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 116
114 SVEINN EINARSSON ANDVARI mitt: Frú Sigríður Johnsen.u Síðan vindur skáldið sér strax að efninu, sem er umrætt leikrit, segir lauslega frá tilurð þess og kveðst hafa áður komið að máli við spákonuna til að skyggnast fyrir um örlög þess leiks. Til að undir- strika hið leikræna í samtalinu, kallar Indriði eptirmála, sem hann ritar Eptir- spil og gefur þar í skyn að hann hafi ritað þetta samtal niður frá orði til orðs og að þar sé ekkert uppdiktað. En undir stendur: Rvík Hvítasunnudag 1894 þinn einlcegur Indriði Einarsson. Hvort skáldið hefur sent einhverjum vini sínum uppskriftina í bréfsformi, eða hvort orðalagið þinn einlægur á aðeins að styrkja trúverðugleika plaggsins kemur ekki fram og skal látið ósagt. En Völuspáin er með rithönd Indriða, svo að ekki er um það að villast. Til að glöggva sig betur á þessari nýju völuspá, myndi vera gagnlegt að rifja upp forsöguna. Indriði Einarsson var fæddur að Húsabakka í Glaumbæjarsókn í Skagafirði 1851. Hann var því á besta aldri, 43 ára gamall, þegar hann ritaði Völuspána, ráðsettur margra bama faðir. Hann hafði lokið stúdentsprófi í Lærða skólanum 1871, en þá um veturinn hafði leikrit hans Nýársnóttin verið leikið í skólanum, merkur viðburður í leiklistarsögu okkar. Hann sigldi síðan til Kaupmannahafnar og lagði stund á hagfræði. Meðan hann var í námi í Höfn var annað leikrit eftir hann, Hellismenn, leikið í Reykjavík, í umsjá Sig- urðar málara. Eftir próf dvaldist Indriði veturinn 1877-78 í Edinborg, kom síðan heim og gekk í þjónustu Ama Thorsteinssonar landfógeta við endur- skoðun rrkisreikninga, en sinnti jafnframt leiksýningarmálum, sem nokkuð höfðu sett ofan við fráfall Sigurðar Guðmundssonar þjóðhátíðarárið 1874. Indriða segist sjálfum svo frá: Svo kom upp í mjer gamla löngunin til að skrifa leikrit. Jeg vissi ekkert, um hvað það ætti að vera, en kom helzt til hugar, að það ætti að vera þeirra daga Reykjavík. Jeg hafði áður átt við ímyndunarafl og þjóðsögur. Raunsæi lá í loftinu, þó jeg hataði það, og leik- ritið varð eins konar vitnisburður um, hve langt það hefði þokað mjer. Leikritið varð „Skipið sekkur", og jeg skrifaði það eða sumt af því fjórum sinnum og lauk ekki við það fyrr en 1897, sem líklega sýnir, að jeg hafi unnið að því með töluverðri tregðu eða vand- virkni, ef til vill. En ísinn var brotinn og jeg hafði þýtt marga 1 þáttar leiki, sem allir týndust í lánum út um land.5 Hér þarf enn við að bæta, því að forsagan er lengri en Indriði lýsir í æviminn- ingum sínum og kemur reyndar fram í fyrstu orðum Völuspárinnar, sem eru þessi: Jeg: 1890 um haustið var jeg að byrja leikrit sem átti að fara til verðlaunanefndar hjer í Reykjavík og fór það líka 30. október 1891. Þjer sögðuð þá að jeg fengi peninga fyrir leikrtið, en verðlaunanefndin myndi gefa mjer kompliment fyrir það, en ekki fje. Á bak við þessi orð leynast eftirfarandi staðreyndir: Hinn 15. febrúar 1890 hafði birst í blaðinu ísafold auglýsing, svohljóðandi:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.01.2003)
https://timarit.is/issue/292773

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.01.2003)

Aðgerðir: