Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 139

Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 139
ANDVARI HINN NÝI „GAMLI“ KVEÐSKAPUR 137 Þegar vísað er í þulur síðmiðalda í ljóðum 20. aldar er einnig vísað í þennan minnasjóð. En vísanir í síðmiðaldaþulur sjálfar eru fáar og notkun þeirra allt öðruvísi, þær eru meðvitað skáldskaparbragð í anda nýrómantíkur. Vísanir byggja ekki lengur upp þululjóð og eru ekki uppistaða þess heldur gnæfa rómantísk hugsun og minni yfir allt - og eru uppistaða þululjóða. Vís- anir eru hins vegar notaðar einkum til að sýna tengsl milli „þjóðlegra“ þulna og eigin kveðskapar skáldkvennanna. Þegar þær stinga hendi í djásnaskrínið draga þær þó ekki upp nema einn og einn hring sem þær bræða inn í þulu- ljóð sín, á misjafnlega heppilegan hátt, enda er þjóðkvæðastíll oft framandi þeirra eigin tóni. Það er því mín skoðun að skáldkonunum hafi ekki tekist að ná „þjóðlegum anda“ í „þulum“ sínum, þótt fögur kvæði hafi orðið úr til- raunum til þess. En áhrif þessara tilrauna urðu til þess að kvæðin tengdust þjóðararfi Islendinga í hugmyndaheimi samtímans, ekki síst vegna þess hve sjálfstæðisbaráttan og þjóðernishyggjan var sterk á þeim tíma. Bókmenntaheimur síðmiðaldaþulna og þululjóða 20. aldar Flestallir sem hafa ritað um þululjóð kvennanna í byrjun 20. aldar láta þá skoðun í ljós að „[...] hver sem augun hefir og satt vill segja getur fundið hér allt það sem fegurst er í gömlu þulunum okkar eins og endurborið",79 ekki síst heiminn sem „gömlu þulurnar“ lýsa. Theodora komst svo að orði: [Hulda] tekur gömlu þulumar, molar úr þeim kjamyrðin og vefur um þau hugljúfan og léttan hjúp, þannig að vér heillumst af og oss finst sem opnir standi álflieimar og undir- djúp með »ljósareitum, liljum grænum, perluvali í sævarsal, floga- gulli og gígjum vænum« ...80 En heimur þululjóða Huldu og Theodoru sjálfrar er ekki heldur eins líkur heimi síðmiðaldaþulna og þær vilja láta vera. Þulur síðmiðalda eru ættaðar úr bændasamfélagi og endurspegla einkum það sem bæði flytjendur og hlust- endur þeirra þekktu af eigin reynslu. Meginþorri hluta (e.: objects) sem eru nefndir „til þulunnar“ eru hlutir úr bóndabúi (áhöld, t. d. bredda, kambur, koppur og reipi; húsdýr, fatnaður o.s.frv.). Oft er lýst hefðbundnum sveita- störfum. Þetta kemur allt úr hversdagslegu lífi fólksins og er því raunsæislegt og ekki sérstaklega háleitt.81 Það er enginn framandi eða glæsiblær á því, þótt undantekningar komi auðvitað fyrir. T. d. lýsir þulan sem byrjar á „Stúlk- urnar gánga“ hjá Ólafi Davíðssyni, sem Theodora hafði sérstakt dálæti á, fögrum búningi stúlkunnar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.