Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 136
134
YELENA YERSHOVA
ANDVARi
miðalda og þeirra þululjóða sem Theodora telur „þjóðleg"? Til að svara þess-
ari spumingu ber fyrst og fremst að athuga vísanir í nýrómantískum þulu-
ljóðum: hversu margar þeirra koma frá síðmiðaldaþulum og að hversu miklu
leyti eru þululjóðin byggð á þeim, eins og orð Theodoru virðast gefa í skyn.
Tökum fyrst „þulumar" frægu úr Swnargjöf 1905. „Ljáðu mér vængi“
hefst á beinni tilvitnun innan gæsalappa, eins og títt er hjá Huldu og Theo-
doru og mörgum þeirra sem feta í spor þessara tveggja skáldkvenna. Tilvitn-
unin kemur úr síðmiðaldaþulu, eða öllu fremur þululegu kvæði; en þar standa
umræddu vísuorðin í tengslum við þjóðsögu.61 En hvemig fer Hulda með til-
vitnunina? Það sést strax á samanburði fyrstu fjögurra vísuorðanna hjá Huldu
við samsvarandi vísuorð í þulunni. I þulunni fylgir fyrstu tveimur vísuorðum
hefðbundið ævintýraminni, og er það eðlilegt fyrir síðmiðaldaþulur, sem eins
og drekka í sig alls konar kviðlinga, einkum úr þjóðsögum og ævintýrum.
Við vitum jafnframt að ljóðmælandinn fær vængi og finnur sælu sína í him-
intungli. Ljóðmælandi Huldu ætlar hins vegar ekki upp til himintungla,
heldur fylgir beiðninni um vængi minni um ástríðuþrungna útþrá; en sælu-
draumurinn rætist aldrei - í lok kvæðisins situr ljóðmælandinn eftir og sér
eftir grágæsamóðurinni. Minnið er einkennandi fyrir nýrómantík.62 Allt
ljóðið er síðan kveðið í tón sem á fátt sameiginlegt með þulum síðmiðalda:
ég greini ekki í megintexta þess þá „yndisóma úr þulum okkar“, sem Þor-
steinn Erlingsson kveðst heyra í þessu kvæði.63 Að vísu er í kvæðinu enn
tvennt sem mætti kalla óbeinar vísanir í síðmiðaldaþulur: minnið um að
„svífa // suður yfir höf ‘ kallast svolítið á við línumar úr síðmiðaldaþulu: „Þá
skal eg mitt skip fleygja // og sigla suður um lönd“, og sömuleiðis minna
orðin „létta fley“ hjá Huldu á eftirfarandi línur úr annarri síðmiðaldaþulu:
„Átt hefi’ eg mér skip og fley // að sigla austur um Málmey.“64 Þó eru nýróm-
antísk minni og tákn yfirgnæfandi í ljóðinu og gefa annan, nýrómantískan
svip jafnvel þeim línum þess sem kallast á við síðmiðaldaþulur.
„Heyrði eg í hamrinum“ hefst eins og samnefnd síðmiðaldaþula en mun-
urinn milli þess sem fylgir er sem fyrr töluverður:
í þulunni:
Heyrði eg í hamrinum,
hátt var þar látið
og sárt var þar grátið.
búkonan dillaði
bömunum öllum...65
Hjá Huldu:
„Heyrði eg í hamrinum‘
huldumeyjar syngja,
silfurklukkur hringja
í sumarfriði...66
í stað sárs gráts bama sem búkonan dillar kemur rómantísk sveitarsæla og til-
heyrandi henni hugarró sem er svo oft að finna í ljóðum Huldu.67 Búkonur
umbreytast í „huldumeyjar“, sem gegna stóru hlutverki í ýmsum þjóðsögum,
bamagælum o.s.frv. en eru mjög sjaldgæfar í síðmiðaldaþulum, enda lítið af