Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 161
ANDVARI
UM PRÓSAUÓÐ SIGFÚSAR DAÐASONAR
159
bundnar ákveðnum tíma og stað. Einsog slíkra sagna er háttur greina þær
gjama frá nöfnum persóna og staða og standa föstum fótum í einhverjum ytri
veruleika, raunréttum eða diktuðum, en það gera prósaljóðin mun síður.
Með þessari tilraun til að lýsa umræddum ljóðum Sigfúsar Daðasonar og
aðgreina þau frá öðru efni er vitaskuld ekki verið að búa til einhverja fullnað-
arformúlu um prósaljóð og skilgreina landamæri þeirra almennt og í eitt skipti
fyrir öll, þó að lýsingin gildi vissulega um ljóð margra fleiri skálda, jafnvel
flestra þeirra sem yrkja slík ljóð á íslensku frá því um miðja öldina. Hún gildir
sömuleiðis í meginefnum um það sem Frakkar kalla poéme en prose.
Hér verður nú litið á nokkur prósaljóð úr annarri ljóðabók Sigfúsar,
Höndum og orðum, og reynt að skoða þau frá ýmsum sjónarhomum.
V
Foli að norðan var seldur bónda á Kjalamesi. Hestar kynnast vanalega sín
á milli fyrr en menn, en svo undarlega brá við að þessum norðlenzka fola
var ekki unnt að líta á hrossahóp bóndans á Kjalamesi sem sitt samfélag.
Þegar honum var sleppt eftir notkun ásamt öðrum hestum fór hann alltaf
sína leið; oftastnær hélt hann sig á sama blettinum einn út af fyrir sig.
Þannig liðu tíu ár. Þá hvarf hesturinn. Hans var leitað árangurslaust í hérað-
inu. Þegar leið á sumarið fréttist af honum fyrir norðan, í högum bóndans
sem hafði selt hann fyrir tíu ámm. Hann var þá fluttur aftur suður.
Þessi hestur leitaði aldrei framar á þann reit sem hann hafði tileinkað sér
hingaðtil. hann fylgdi án mótþróa öðrum hrossum á bænum, samfélag
þeirra var honum nú bærilegt, föðurtúnin vitjuðu hans ekki oftar svo að
kunnugt væri, en stundum mátti sjá hann bifast af kuldahlátri, án nokkurs
greinilegs tilefnis, svo sem títt er um hesta og menn.
Fimmta kvæðið í Höndum og orðum byrjar sem tiltölulega prósaísk frásögn
en endar með geðhrifum og þéttleika ljóðs. Kvæðið er þannig gott dæmi um
það einkenni prósaljóða Sigfúsar að vera í senn prósi og Ijóð. Fyrrihlutinn er
nánast hrein frásögn, hlutlæg skýrsla þar sem rakin er atburðarás (undantekn-
ing er þó málsgreinin „Hestar kynnast vanalega sín á milli fyrr en menn, en
svo undarlega brá við að þessum norðlenzka fola var ekki unnt að líta á
hrossahóp bóndans á Kjalamesi sem sitt samfélag“, sem felur í sér skýringu
og hugleiðingu). Seinnihluti kvæðisins er hinsvegar blandaðri, litaður álykt-
unum og tilfinningum sögumanns eða ljóðmælanda. Og niðurlagið yfirgefur
alveg hina hlutlægu frásögn: „en stundum mátti sjá hann bifast af kuldahlátri,
án nokkurs greinilegs tilefnis, svo sem títt er um hesta og menn.u Skáletraða
setningin lokar ljóðinu kirfilega og tengist um leið upphafinu þar sem hestum
og mönnum var áður líkt saman. Fyrrihlutinn er að mestu skipaður stuttum
setningum, en seinnihlutinn er ein löng málsgrein, og af þessu leiðir að áber-
andi munur er á stílhraða og tóntegund.