Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 27

Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 27
andvari HANNIBAL VALDIMARSSON 25 bentu á að þótt skuldir bæjarins hefðu aukist, þá hefðu arðbærar eignir hans margfaldast um leið. Sem dæmi um afstöðu íhaldsmanna, grípum við niður í viðtal við Sigurð Kristjánsson, ritstjóra Vesturlands sem tekið var þremur áratugum síðar: Um þetta leyti gerði sósíalisminn innrás í ísafjörð. Þar eins og annars staðar skildu forystumenn hans bæjarfélagið eftir eins og flag, bæði í siðferðilegu og fjárhagslegu tilliti. ísafjörður bíður þess aldrei bætur. Sósíalistar einbeittu ofsóknum sínum gegn atvinnurekendum og leiddu þær til þess, að þeir sem gátu losað sig, flúðu kaupstaðinn, en inn fluttist í staðinn fólk úr nærliggjandi sveitum, sem átti ekki í pokahominu reynslu þerra sem flúið höfðu. Mjög þótti mér hryggilegt að slíkur öndvegiskaupstaður skyldi hrynja í rúst á svo fáum árum undir stjórn sósíalistanna.20 Sigurður kenndi við barnaskólann, en flutti úr bænum árið 1930. Hann var þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík árin 1934-1950. Ég var auðvitað einn þeirra sem ofsóttur var af bolsévikum, því ég hafði oft orð fyrir andstæðingum þeirra ... og ég varð þeirri stund fegnastur þegar ég fór frá ísafirði. En eigi að síður tel ég það mestu gæfu lífs míns að ég ílent- ist þar um tíma.21 Bolsamir svokölluðu sem réðu meirhlutanum í bæjarstjóm ísafjarðar litu málin auðvitað öðrum augum og töldu sig vinna mörg afrek í atvinnu- og félagsmálum. Helstu framkvæmdir bæjarins á þessum árum voru kaup hafnarsjóðs á bryggjum og lóðum í Hæstakaupstað og Neðstakaupstað. Eignaðist bærinn þar með umráð yfir helstu uppskip- unarhöfn bæjarins og mikilvægum byggingarlóðum. Þá var ráðist í byggingu nýs sjúkrahúss sem íhaldsmenn mótmæltu harðlega og kærðu til landsstjómarinnar, en varð ekki ágengt. Sjúkrahúsið var vígt sumarið 1925 og þykir ein formfegursta bygging á landinu, teiknuð af Guðjóni Samúelssyni. Þar er nú safnahús ísfirðinga. Önnur fram- kvæmd vakti ekki minni athygli. Bærinn stofnaði árið 1927 kúabú á Seljalandi með 17 kúm. Var það gert til að bæta úr mjólkurskorti í bænum sem var tilfinnanlegur og vegna taugaveikismits sem komið hafði ítrekað upp í héraðinu.22 I báðum þessum málum hafði Vil- mundur Jónsson læknir forystu. Enn er eftir að geta þess sem mestar umræður vakti árið 1927. Það áraði vel til lands og sjávar en á Isafirði höfðu váleg tíðindi gerst. Helmingur alls bátaflota bæjarins hafði verið seldur burt úr bænum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.