Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 38
36
SIGURÐUR PÉTURSSON
ANDVARI
Frásögn af atburðum þessum var þegar símuð inn á ísafjörð. Kallað
var á Finn Jónsson sem þá var staddur á fundi í Sjómannafélaginu og
honum sagt hvers kyns var. Kratamir í rauða bænum brugðust við skjótt.
Fundi var slitið í Sjómannafélaginu, málið kært til lögreglu og haldið til
móts við mannræningjana á Gunnbimi, einum vélbáta Samvinnufélags-
ins. Með þeim var Jón Finnsson lögregluþjónn á Isafirði. Mættu þeir
Högna og félögum út af Hnífsdal og eltu þá til hafnar á Isafirði. Þar var
Hannibal frelsaður, en árásarmenn settir í steininn. „Var það ekki gert
samkvæmt fógetaúrskurði, því að fógetavaldið var ekki viðstatt, heldur
til þess að framkvæma vilja og réttlætiskennd fólksins, sem í raun og
vem hafði á augnablikinu tekið öll völd í bænum í sínar hendur,“ segir
Jón Brynjólfsson, einn af þeim sem þar var staddur.45 Bæjarfógeti var
fjarverandi í lautarferð inni í Skógi, eins og Isfirðingar kalla sumarhúsa-
hverfi sitt í Tungudal inn af Skutulsfirði. Þegar hann hafði verið sóttur
var Högna og félögum sleppt lausum, en gert að mæta fyrir rétt síðar.
ísfirðingar vildu ekki láta við svo búið sitja. Þeir söfnuðu liði og
stímdu til Bolungarvíkur á Gunnbirni, með Hannibal, Finn Jónsson og
Guðmund Hagalín fremsta í flokki. Höfðu þeir boðað til almenns
fundar í samkomuhúsinu um kvöldið. Þegar báturinn lagði að brim-
brjótnum í Víkinni, var þar fjölmenni. Fremstur stóð oddviti hrepps-
nefndar, Jóhannes Teitsson, mikill andstæðingur verkalýðsfélagsins.
Las hann upp samþykkt hreppsnefndar um að skora á aðkomumenn að
hætta við öll fundahöld með tilliti til æsinga í plássinu. Jafnframt voru
þeir hvattir til að hverfa á braut. Ekki var því sinnt og voru menn við
öllu búnir. Sjóslöngur bátsins voru teknar fram og mannaðar, til vonar
og vara, ef heimamenn ætluðu að láta verða af hótunum um að hindra
för þeirra. Ekki kom til alvarlegra slagsmála. Isfirðingamir brutu sér
leið gegnum mannþröngina á brimbrjótnum, því ekki voru allir sem þar
voru eins miklir andstæðingar jafnaðarmanna og þeir Högni og Bjami.
Haldið var upp í samkomuhús bæjarins og í troðfullu húsinu var
haldinn mikill baráttufundur. Þar töluðu bæði Finnur Jónsson og Guð-
mundur G. Hagalín, en Hannibal hélt aðalræðuna og ræddi ítarlega
atburði dagsins og verkalýðsmálin. Andstæðingar hans reyndu að
klappa hann niður, en var óhægt um vik sökum þrengsla í salnum og
þá er sagt að ein af konunum hafi hrópað: „Það þýðir ekkert að klappa.
Við verðum að arga og stappa.“46 Fundurinn stóð frá því á tíunda tím-
anum um kvöldið og þar til þrjú um nóttina og er sagður mesti æsinga-
fundur í manna minnum sem haldinn hefur verið í Bolungarvík. „Eftir