Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 58
56
SIGURÐUR PÉTURSSON
ANDVARI
einkenndust af innanflokksátökum í Alþýðuflokknum auk þess sem
útgáfan stóð fjárhagslega mjög tæpt. Segir af því síðar í þessum
skrifum. Eftir að Hannibal var bolað úr sæti ritstjóra Alþýðublaðsins
var hann í mörg ár ritstjóri Vinnunnar, málgagns Alþýðusambands
íslands, og skrifaði þar margar greinar um málefni verkalýðshreyfing-
arinnar.
7. Þingmaðurinn
Ritstjóri Skutuls, forseti Alþýðusambands Vestfjarða og bæjarfulltrúi á
ísafirði lifði og hrærðist í hringiðu stjómmálanna. Isfirðingar höfðu
lagt Alþýðuflokknum til þrjá þingmenn á fjórða áratugnum: Harald
Guðmundsson, Vilmund Jónsson og Finn Jónsson. I alþingiskosning-
unum 1937 náðu þeir allir kjöri, fyrir Seyðisfjörð, Norður-ísafjarð-
arsýslu og ísafjarðarkaupstað. Nokkur ár liðu þar til endumýjun varð í
þessum röðum, en á meðan var Hannibal haldið á heimaslóðum.
Tvennar alþingiskosningar fóru fram árið 1942 vegna breytinga á
kosningalögunum. Árið áður hafði Alþingi framlengt umboð sitt frá
1937 um eitt ár, vegna víðsjárverðs ástands í heimsmálum, eins og það
hét. Vilmundur Jónsson taldi þingmenn samkvæmt stjórnarskrá ekki
hafa umboð kjósenda nema í fjögur ár, og því gæti hann ekki gegnt
áfram störfum. Var sæti Norður-Isafjarðarsýslu autt það árið og ekki
bauð Vilmundur sig fram til þings oftar. Þegar leið að kosningum kom
til tals að Finnur Jónsson flytti sig úr kaupstaðnum yfir í sýsluna, þar
sem hann hafði verið í framboði eitt sinn áður. Var Finnur sagður til í
það þótt þingsæti væri langtífrá tryggt, en stuðningsmenn hans vildu
að hann yrði áfram í framboði fyrir ísafjörð og varð það úr. Finnur
Jónsson var kjörinn þingmaður fyrir Isafjörð í báðum kosningunum.
Ekki er ljóst hvernig umræður skipuðust um framboð í Norður-ísa-
fjarðarsýslu, eða hvort nafn Hannibals var nefnt í því sambandi. Guð-
mundur G. Hagalín segist í endurminningum sínum hafa ráðið mestu
um það að Barði Guðmundsson, þjóðskjalavörður í Reykjavík, var í
framboði fyrir Alþýðuflokkinn í Norður-ísafjarðarsýslu árið 1942.79
Barði náði ágætum árangri og varð landskjörinn um haustið með yfir
30 af hundraði atkvæða.80