Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 120
118
SVEINN EINARSSON
ANDVARI
Valvan: Já, og það verða peningar sem yður munar um.
Viljið þjer ekki spyrja neins meira?
Jeg: Scenumar sem þjer sögðuð að mundu gjöra lukku em einmitt þær
scenur, sem jeg sjálfur álít beztar. Hinar hafa minni þýðingu nema blá-
endirinn.
Valvan: Svo þjer hafið ekki meira að spyrja um?
Jeg: Nei.
Valvan: Jeg get sagt yður meira. Þetta leikrit verður leikið á 5-6 stöðum, í 4
eða 5 löndum. Það fer yfir mikinn hluta af Norður-Evrópu á stuttum
tíma, og gjörir mikla lukku; þjer hljótið meiri heiður af því en nokkrum
íslenzkum manni hefur áður hlotnast nú langa lengi, og leikritið verður
landinu til sóma um leið og það gjörir yður nafnkenndan.
Jeg: Með því móti ætti jeg að fá 10-20.000 kr. fyrir það.
Valvan: Jeg gæti ímyndað mjer, að þjer fengjuð það.
Jeg: Ef leikritin mín heppnuðust eitthvað í þá áttina, þá gengi jeg strax úr
þjónustu landsins, hvað lítið sem á bjátaði. Jeg fæ ekkert embætti sem
jeg get lifað á, og alþingi eykur verkið mitt án þess að hækka launin
mín, sem voru lág áður. Með öðrum orðum níðist á mjer.
Valvan: Já, það er satt, jeg hef heyrt menn brúka þau orð um það, en þó svo
færi; þá komið þjer í landsins þjónustu aptur, það getið þjer verið vissir
um.
Eptirspil.
Það sem kemur mjer til að skrifa þetta niður - því jeg álít það ótrúlegt
einkum atriðin um hvar stykkið á að verða leikið, og fjeð sem fæst fyrir það;
þó það sje alveg rjett sem hún segir um scenumar, sem ekkert gat vitað um,
að lýsingunni til er persónufjöldinn. Þegar hún sagði að persónumar væru 16
voru þær aðeins 15. Þegar jeg talaði við hana vissi jeg ekki til að þær væru
nema 15, því við töldum hvorugt þegjandi statista. 2-3 dögum síðar lauk jeg
við breytinguna á stykkinu, og rjett í því, þegar jeg lauk við hana datt jeg
ofan á 16. persónuna „Einn herra“ sem segir nokkrar replikkur á bamum í
öðrum akti og sem jeg hafði alveg - algjörlega gleymt. Fyrir utan þessar 16
persónur eru til í stykkinu 3 vatnskerlingar, en sem jeg veit fyrirfram að
verða felldar burtu i Khöfn, ef stykkið yrði þýtt og leikið. Þar verða persón-
umar án efa aðeins 16. - Þessa 16. persónu fann jeg fyrst þegar jeg í annað
sinn samdi persónulistann.
Rvík hvítasunnudag
1894
þinn einlægur
Indriði Einarsson.
X