Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 60
58
SIGURÐUR PÉTURSSON
ANDVARI
stöðu við formann flokksins, Stefán Jóhann Stefánsson, og helstu sam-
starfsmenn hans í Reykjavík. í forsvari fyrir þessum hópi var Jón
Blöndal hagfræðingur, sem lést skyndilega árið 1947. Orólega deildin
í flokknum hóf útgáfu blaðsins Útsýnar í október 1945 þar sem birtar
voru upplýsingar um viðræður ríkisstjórnarinnar og bandarískra yfir-
valda um herstöðvar hér á landi. Þessar upplýsingar höfðu ekki birst í
neinu dagblaðanna sem stjórnmálaflokkarnir stýrðu. Útsýn kom aðeins
út í nokkra mánuði en vakti athygli með greinum eftir Jón Blöndal,
Gylfa Þ. Gíslason og fleiri úr andstöðuarmi Alþýðuflokksins. Abyrgð-
armaður blaðsins var Finnbogi Rútur Valdimarsson. Finnbogi Rútur
hafði verið ritstjóri Alþýðublaðsins 1933 til 1938, en hrakist úr rit-
stjórasætinu er hann lenti upp á kant við Stefán Jóhann og fylgismenn
hans í flokknum. Hannibal birti nokkrar greinar úr Útsýn í blaði sínu
Skutli á ísafirði.
Skiptar skoðanir í Alþýðuflokknum birtust helst í mismunandi
afstöðu til herstöðva Bandaríkjamanna á Islandi, en snerust ekki síður
um málefni sem ekki voru eins áberandi; starfshætti flokksins og innri
málefni, afstöðu hans til sósíalista og verkalýðshreyfingarinnar og rót-
tækra baráttumála eins og þjóðnýtingar og almannatrygginga. Mörgum
vinstrisinnum þótti forysta Alþýðuflokksins, einkum í Reykjavík, vera
stöðnuð í ofstopafullum andkommúnisma og hatri á sósíalistum. Atti
þessi gagnrýni einkum hljómgrunn meðal alþýðuflokksmanna úti á
landi sem oft og tíðum áttu gott samstarf við sósíalista innan verka-
lýðshreyfingarinnar.
Nýsköpunarstjórnin undir forsæti Olafs Thors féll í október 1946
vegna deilna um Keflavíkursamninginn. Mikill meirihluti þingmanna
samþykkti samninginn, en sósíalistar voru einhuga á móti honum
ásamt nokkrum þigmönnum annarra flokka, þar á meðal Hannibal og
Gylfa úr Alþýðuflokknum. Stjórnarkreppa skall á sem erfitt reyndist að
leysa. Ymsar hugmyndír komu þá fram, meðal annars að mynda stjóm
Framsóknarflokks, Sósíalistaflokks og Alþýðuflokks undir forsæti
Kjartans Ólafssonar, bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins í Hafnarfirði.
Hann var talinn vinstra megin í flokknum og ásættanlegur fyrir sósíal-
ista og Hermann Jónasson formann Framsóknarflokksins. Stefán
Jóhann Stefánsson hafnaði þessari hugmynd. Talið var að Finnbogi
Rútur Valdimarsson hefði átt þátt í þessum málatilbúnaði. Samband
var ágætt milli Finnboga Rúts og Hermanns og sagt að þeir og Hanni-
bal hafi átt í viðtölum um sterkan miðjuflokk jafnaðar- og samvinnu-