Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 122

Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 122
120 SVEINN EINARSSON ANDVARI sonar Við höfnina 1896, og er handritið að „Systkinunum“ væntanlega glatað en handrit að Stúlkunni frá Tungu er nú í Indriðasafni í Þjóðleikhúsinu.10 í endurminningum sínum, Sjeð og lifað, segir Indriði Einarsson frá því, að Jón Sigurðsson hafi reynt að hafa milligöngu um það að August Boumonville fengi áhuga fyrir því að snúa Nýársnóttinni í ballett. Það tókst ekki. í bréfi til Þorvalds Thoroddsen, rituðu hálfu öðru ári eftir Völuspána, dags. 21. október 1895, biður Indriði Þorvald að reyna að koma Hellismönnum á framfæri við bókaforlag Gyldendals. Og 29. nóvember sama ár ritar hann Þorvaldi aftur og spyr nú hvort hann vilji kanna hvort Konunglega leikhúsið hefði áhuga á að sýna Frú Sigríði (ekki er alveg ljóst hvenær leikurinn fékk sitt nýja nafn). Ef Konunglega leikhúsið sýni ekki áhuga, að reyna þá við Dagmarleikhúsið, en það leikhús tók til starfa 1883 og fékk fljótt gott orð á sig." Skipið sekkur var aldrei sýnt í Kaupmannahöfn og fór enga sigurför í 5-6 Norðurálfulöndum. En sýningin í Reykjavík var þó nokkur sigur fyrir Ind- riða. I helstu hlutverkum voru sumir burðarmestu leikendur þessara ára hjá Leikfélaginu, Gunnþórunn Halldórsdóttir (frú Sigríður), Helgi Helgason (Hjálmar), Kristján O. Þorgrímsson (Johnsen verslunarstjóri) og Friðfinnur Guðjónsson (Einar bókari). Reyndar hafa þau Gunnþórunn og Helgi verið í yngsta lagi fyrir hlutverk sín, en það var stundum hlutskipti þeirra „ að leika uppfyrir sig“ vegna þess að flestir helstu leikendumir voru á svipuðu reki. Leikurinn var sýndur aftur 1915 og þá lék Guðrún Indriðadóttir frú Sigríði, Ami Eiríksson Johnsen og og Helgi aftur Hjálmar; sú sýning mæltist almennt betur fyrir og tekin sem dæmi um framfarir Leikfélagsmanna, enda hafa leik- endur þá verið nær réttum aldri persónanna. En sýningin á Skipið sekkur 1903 var eigi að síður nokkur viðburður, þó að gagnrýnendur skiptust nokkuð í tvö hom um ágæti leikritsins. ísafold, Reykjavík (Jón Ólafsson) og Þjóðviljinn (Skúli Thoroddsen) báru lof á leik- inn, en hann hafði reyndar verið gefinn út á kostnað Skúla. Þjóðólfur (Hannes Þorsteinsson) og Kvennablaðið (Bríet Bjarnhéðinsdóttir) höfðu meira út á leikinn að setja. Sýningin fékk yfirleitt jákvæða umfjöllun, þó að Þjóðólfur talaði um „miðlungsframmistöðu yfirleitt“. Þjóðviljinn telur kven- fólkið hafa staðið sig betur en karlmennina, auk Gunnþórunnar Lára Indriða- dóttir í hlutverki Brynhildar og Emilía Indriðadóttir í hlutverki almennings- álitsins. Og aðsókn var meiri en dæmi voru til í sögu Leikfélagsins. Sýningar urðu níu og hefðu trúlega getað orðið fleiri, ef ekki hefðu steðjað að sjóslys sem gerðu það að verkum að viðeigandi þótti að leggja sýningar niður um skeið vegna efnis leiksins og heitisins. Aðsóknarmetið áður var að Heim- komunni eftir Sudermann og Hinni týndu Paradís leikárin tvö á undan, bæði með átta sýningar. Þessi leikrit voru innreið raunsæisstefnunnar í íslenskt leikhús og Indriði, hinn rómantíski boðberi hins þjóðlega arfs, tók þannig þátt í að leiða hinn nýja stíl fram til sigurs. Síðar skrifaði hann: „Þar gaf ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.