Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 137
ANDVARI
HINN NÝI „GAMLI“ KVEÐSKAPUR
135
rómantík í heimi þeirra. „Sumarfriður“ er einnig framandi þulum síðmiðalda,
ef til vill ekki síst vegna þess að þær eru ættaðar úr bændasamfélagi, þar sem
lítill friður er á sumrin fyrir búverkum. Saga Eiríks sonar Sylgju (aftar í ljóð-
inu) umbreytist á sama hátt úr sögu venjulegs manns á sjónum sem komst
u{rp á land nánast í andstæðu sína: hárómantíska sögu um konungsson sem
„Átti [...] háar // hallir bláar [...] // perluval // í sævarsal [...] // uns [hann]
seiddu í djúpan dal // dætur huldu...“ (leturbr. mín - YY) og sem þráir hafið,
en það er tákn um frelsi.68 Allt ljóðið byggist því á sömu þulu (eins og hún
er í útgáfu Olafs Davíðssonar), og samt er ekki mikið eftir af gömlu þulunni,
því ljóð Huldu horfir í allt aðra, rómantíska átt. Auk þess víkkar Hulda
vísanahring og vísar ekki eingöngu í síðmiðaldaþulu heldur tekur upp í sitt
ljóð báruheiti úr fornri þulu.
Þriðja þululjóðið byggir ekki einu sinni á vísun í „ekta“ síðmiðaldaþulu
heldur í kviðling (gefinn út sem þula af Ólafi), og er breyting í rómantíska átt
mjög áberandi:
Kviðlingurinn:
Leiðist mér lángdegi,
hvergi fínn eg skammdegi
síðan eg var í Miðfírði
í síðasta sinni;
segðu það nrinni,
segðu það móður minni.69
Hjá Huldu:
„Leiðist mér langdegi"
líf mitt þreytir óyndi
síðan ég kvaddi Sóldali
síðasta sinni,
„segðu það minni,
segðu það móður minni“.7o
Hér er ekki eingöngu Miðfjörður sem breytist í rómantíska „Sóldali“, ljóð-
mælandinn breytist líka. Kviðlingurinn tengist tröllasögum og líkur eru á því
að ljóðmælandi sé tröllkona,71 ólíkt þululjóðinu sem ung og rómantísk kona
kveður. Um leið kemur tilfinningarík tjáning inn í þululjóðið (sbr. 2. vísu-
orð), en hún er andstæð þeim anda sem kviðlingurinn er kveðinn í. Vísunin í
hann er í raun og veru framandi öllum tón þululjóðsins. Ekki eru fleiri vís-
anir í þjóðkveðskap í þessu ljóði; og enn fækkar vísunum, einkum í síðmið-
aldaþulur, í síðari þululjóðum Huldu. Mörg vísa í þululeg kvæði7- eða kviðl-
inga úr þjóðsögum og ævintýrum;73 sum ljóð varðveita eingöngu formleg
einkenni þulna síðmiðalda.74 Þegar allt kemur til alls eru beinar vísanir í síð-
miðaldaþulur fremur fáar í þululjóðum Huldu, en þar sem þær eru standa þær
oft einar sér og eru allt að því framandi nýrómantískum ljóðatexta hennar.78
„Theodora gengur lengra en Hulda í notkun vísana“, segir Ármann Jakobs-
son, hún vísar „líka í norrænar goðsögur, fomsögur, ævintýri H. C. Ander-
sens, ljóð Bjama Gissurarsonar og kvæði samtímaskálda.“ Ármann segir
einnig að „þjóðkvæði í safni Ólafs Davíðssonar og þjóðsögur í safni Jóns
Ámasonar geymi þann menningarheim sem liggur þulum hennar til grund-
vallar“.76 En ekki eru síðmiðalda/n//w rauður þráður í þessum vísunum. Eins