Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 142
140
YELENA YERSHOVA
ANDVARI
honum glæsiblæ sem honum myndi sæma - og kærðu sig lítið um þá stað-
reynd að „ekki þarf að gylla gull“, eins og Jón úr Vör kvað nokkru síðar.
Tvöföld þversögn og torræðni er hér fólgin í því að með þessari „fegrunar-
aðgerð“ á þjóðararfinum fjarlægðust skáldkonurnar hann í staðinn fyrir það
að nálgast, eins og þær vildu vera láta - og samt nálguðust þær hann í augum
samtíðarmanna sinna.
„Kvenlegt form“ þulna og þululjóða
Enn ein skoðun sem virðist vera föst bæði við þulur síðmiðalda og við
nýrómantísk þululjóð er að þau séu „kvenlegt form“. Hún er komin á kreik
strax eftir að fyrstu þululjóð Huldu birtust á prenti. Þorsteinn Erlingsson
leggur í „Huldupistli“ sínum mikla áherslu á að kona skuli hafa ort ljóðið og
getur jafnframt til að „sumt af yndislegustu perlunum“ úr þjóðkveðskap
Islendinga væri einmitt „eptir óþekktar stúlkur uppi í sveit“. Nokkru síðar
segir Matthías Jochumsson um Huldu: „Þulu hátturinn er hennar fundur og
fer henni yndislega vel. I rauninni er sú braglist fom, „kvennaslagur“ frá
löngu liðnum tíma.“92 Guðmundur Finnbogason segir í ritfregn um nýja
ljóðabók Ólafar frá Hlöðum:
Og er það ekki eftirtektavert, hve vel skáldkonum okkar lætur að yrkja »þulur«. Þul-
umar hennar Huldu finst mér bera af öðrum kvæðum hennar eins og gull af eiri. [...]
Mundi þetta ekki vera bending um, að þama er einmitt sá bragarhátturinn, sem konumar
eru sjálfkjörnar til að yngja upp, fegra og fullkomna? Hvað er líklegra en að þær hafi
fyrstar kveðið þulur? [... ] þulu-hátturinn [... ] var eins og tekinn úr sál kvenna: »á hverf-
anda hveli«, laus á kostunum, þegar það vill, síbreytilegur og dutlungafullur [...] Þulan
er kvenlegur bragarháttur.93
Theodora bregst við þessu, vitnar í Guðmund þar sem hann telur þulur kven-
legan bragarhátt og „styður mál sitt við eitt og annað ábyggilegt í fari
kvenna, og fleiri karlmenn veit eg að halda því fram að þulur séu aðallega
kveðnar af konum. Skilst mér sem þeir dragi það af því, hve sundurleitar þær
eru að efni og framsetningu, engri hugsun sé haldið fastri, þotið úr einu í
annað stefnu- og fyrirhyggjulaust, og kveðandin að því skapi óvönduð að
slíkt myndi konum einum trúandi til að láta frá sér fara.“94 Síðan reynir Theo-
dora að reka af konunum ámæli fyrir órökrétta hugsun og óvandaða fram-
setningu með því að lýsa í löngu og sannfærandi máli hvemig „gömlu þul-
umar“ urðu til meðal kvenna sem áttu „að sinna í einu mörgum bömum á
misjöfnum aldri“: