Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 101
andvari
„HIÐ FAGRA, GÓÐA OG SANNA ER EITT'
99
á Islandi, og hafa menn slíka hjá oss varla heyrt á nafn nefnda“ (329). Af
samhenginu má ráða að hann hefur litið á hefðbundna íslenska list sem íþrótt
eða handverk. Hún væri gerð af hugsunarlausum vana og aðferðin mótaðist
fyrst og fremst af notagildi verksins í daglegri önn og þeim tilgangi að
skemmta almenningi (332). Beint virðist liggja við að tengja þessa umræðu
Tómasar þeim skýra greinarmun sem Jónas Hallgrímsson gerði síðar á kveð-
skap Sigurðar Breiðfjörðs og raunverulegum skáldskap í ritgerð sinni „Um
Rímur af Tistrani og Indíönu“ (Fjölnir 1837: 19). Sömuleiðis má minna á
þýðingu Fjölnismanna á „Athugasemdum um Íslendínga eínkum í trúar-
efnum“ eftir Loðvík Kristján Múller, þar sem því er haldið fram að vísur
Islendinga séu „dýrt kveðnar, og með mikilli kunnáttu, enn öldúngis anda-
lausar“ (Fjölnir 1835: 37).
Umfjöllun Tómasar um fagurfræði ber þess skýr merki hversu vel hann
hefur fylgst með nýlegum hugmyndum á því sviði, en meginþorra þeirra má
sennilega rekja til rits Kants Gagnrýni dómgreindarinnar}1 Þar eru listir
greindar frá náttúrunni, vísindum og handverkum með svipuðum rökum og
Tómas notar (§43) og fullyrt að smekkur eða fegurðartilfinning manna (það
Sem þóknast þeim og vekur ánægju) ráði því hvort hlutir séu taldir fagrir.
f*egar Tómas tengir raunverulega list verkum „snilldarmanna“ endurómar
hann líka þau orð Kants að „fagrar listir séu list snillingsins“ (§46) og þegar
hann fullyrðir að hún sé fyrst og fremst „sjálfráður leikur ímyndunarkraftar-
lns, hún er frjáls, fylgir þeim lögum sem hún sjálf gefur, þóknast alleina
sjálfrar sín vegna, hún hefir verð í sjálfri sér “ (333) minnir hann á þá skoðun
Kants að listin sé frjáls. Hún sé einungis leikur sem framinn er sjálfs sín
Vegna og óháð öllum utanaðkomandi hagsmunum, gildum eða áhrifum
(§43).
Þessi áhersla á ímyndunarafl listamanna og sjálfstæði listarinnar mótar
mjög fagurfræðilega umfjöllun Tómasar í Ferðabókinni, t.d. það álit hans að
Schiller standi líklega hæst allra þýskra skálda. í þessum dómi er þó einnig
lögð áhersla á tvo aðra þætti, sannleika og siðgæði:
Er þar allt, hreint og fjörugt mál, skáldligur ímyndunarkraftur og hugmyndir, djúpar,
háar og sannar tilfínnanir, gegnumþrengjandi skynsemi. Hefur hann skapað allt sjálfur
og ekkert af öðrum lánað. Allt miðar til siðgæðiseflingar. (113)
Sömu eða svipaðar viðmiðanir koma einnig víða fyrir í skrifum Fjölnis-
manna um skáldskap. Að þeirra dómi er skáldskapur „ætíð fólgjinn í því, að
^riíða af hugviti og ímindunarabli“ (Fjölnir 1839: 10). Þess vegna taldi Jónas
Uallgnmsson líka að rímnaskáldin ættu ekki að binda sig við söguna sem þau
nrtu út af, þ.e. einhvem fyrirfram gefinn tilgang, heldur ættu þau að breyta
nenni á marga vegu til að gefa henni fegurð og gæða hana aukinni merkingu