Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 37
andvari
HANNIBAL VALDIMARSSON
35
skrifa undir samninga við félagið um þetta kaup. Þegar vinna minnk-
aði um haustið var kaupið líka lækkað aftur í 70 aura. í janúar 1932
boðaði félagið verkfall. Eftir tvo daga létu atvinnurekendur undan og
skrifuðu undir samninga.42 Vegna þessara mála urðu nokkrar æsingar í
Víkinni. Útgerðarmönnum tókst að koma því inn hjá sjómönnum, að
ef kaup landverkafólks hækkaði, kæmi það sjálfkrafa niður á skipta-
verði til þeirra. Þannig héldu útgerðarmenn mikinn æsingafund í jan-
úar 1932 þar sem 62 menn samþykktu með nafnakalli gegn atkvæðum
22ja að skora á verkalýðsfélagið að segja sig úr Alþýðusambandinu, að
skora á prestinn, séra Pál Sigurðsson, að segja af sér embætti því hann
var í félaginu og í þriðja lagi að skora á verkafólk að leggja niður
verkalýðsfélagið innan 48 klukkustunda. Kosin var fimm manna nefnd
til að fylgja þessum samþykktum eftir.43 Ekki varð mikið úr fram-
kvæmdum, en þetta sýnir hörkuna sem ríkti gagnvart félaginu og
aðstandendum þess.
Það er þá sem hið nýja fyrirtæki, Hf. Gunnarsson og Fannberg, fer
af stað með fiskkaup og verkun. Stjórnendur fyrirtækisins neituðu
algerlega að semja við verkalýðsfélagið um kaupgjald. Sett var af-
greiðslubann á fyrirtækið og þá fór að hitna í kolunum. Fyrirtækið átti
línuveiðarann Ölver, sem staddur var í tunnuflutningum á Siglufirði og
fékk hann enga afgreiðslu þar, auk þess sem allir aðflutningar til firm-
ans stöðvuðust. Það var við þessar aðstæður að Hannibal Valdimarsson
tók sér far frá ísafirði með Djúpbátnum Gunnari út í Bolungarvík, en
þá var enginn bílvegur kominn milli þessara staða. Slóst Hannibal þar
1 för með Karlakór ísafjarðar sem hélt söngskemmtun á staðnum
sunnudaginn 29. maí.
Hannibal heimsótti Ágúst Elíasson, stjómarmann í verkalýðsfélag-
inu, til að fá hjá honum fréttir af vinnudeilunni. Var hann nýsestur inn
þegar barið var að dyrum og spurt eftir honum. „Gekk Hannibal grun-
laus til dyra. Þar var þá fyrir hópur manna, milli tíu og tuttugu undir
forystu Högna Gunnarssonar. Ruddust þeir að Hannibal, gripu hann
höndum, drógu hann og hrundu út á brimbrjót og þar niður í bát og
brunuðu með hann til ísafjarðar.‘l44
Hannibal streittist á móti andskotum sínum og þegar honum var
hrundið ofan í bátinn sló hann annan þeirra sem þar stóð og tók á móti
honum á nasirnar, svo blóðið fossaði. Ekki tókst betur til með bátinn
en svo, að vélin drap á sér og varð Högni Gunnarsson sjálfur að taka
annan bát til að koma Hannibal alla leið inn á ísafjörð.