Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2003, Side 37

Andvari - 01.01.2003, Side 37
andvari HANNIBAL VALDIMARSSON 35 skrifa undir samninga við félagið um þetta kaup. Þegar vinna minnk- aði um haustið var kaupið líka lækkað aftur í 70 aura. í janúar 1932 boðaði félagið verkfall. Eftir tvo daga létu atvinnurekendur undan og skrifuðu undir samninga.42 Vegna þessara mála urðu nokkrar æsingar í Víkinni. Útgerðarmönnum tókst að koma því inn hjá sjómönnum, að ef kaup landverkafólks hækkaði, kæmi það sjálfkrafa niður á skipta- verði til þeirra. Þannig héldu útgerðarmenn mikinn æsingafund í jan- úar 1932 þar sem 62 menn samþykktu með nafnakalli gegn atkvæðum 22ja að skora á verkalýðsfélagið að segja sig úr Alþýðusambandinu, að skora á prestinn, séra Pál Sigurðsson, að segja af sér embætti því hann var í félaginu og í þriðja lagi að skora á verkafólk að leggja niður verkalýðsfélagið innan 48 klukkustunda. Kosin var fimm manna nefnd til að fylgja þessum samþykktum eftir.43 Ekki varð mikið úr fram- kvæmdum, en þetta sýnir hörkuna sem ríkti gagnvart félaginu og aðstandendum þess. Það er þá sem hið nýja fyrirtæki, Hf. Gunnarsson og Fannberg, fer af stað með fiskkaup og verkun. Stjórnendur fyrirtækisins neituðu algerlega að semja við verkalýðsfélagið um kaupgjald. Sett var af- greiðslubann á fyrirtækið og þá fór að hitna í kolunum. Fyrirtækið átti línuveiðarann Ölver, sem staddur var í tunnuflutningum á Siglufirði og fékk hann enga afgreiðslu þar, auk þess sem allir aðflutningar til firm- ans stöðvuðust. Það var við þessar aðstæður að Hannibal Valdimarsson tók sér far frá ísafirði með Djúpbátnum Gunnari út í Bolungarvík, en þá var enginn bílvegur kominn milli þessara staða. Slóst Hannibal þar 1 för með Karlakór ísafjarðar sem hélt söngskemmtun á staðnum sunnudaginn 29. maí. Hannibal heimsótti Ágúst Elíasson, stjómarmann í verkalýðsfélag- inu, til að fá hjá honum fréttir af vinnudeilunni. Var hann nýsestur inn þegar barið var að dyrum og spurt eftir honum. „Gekk Hannibal grun- laus til dyra. Þar var þá fyrir hópur manna, milli tíu og tuttugu undir forystu Högna Gunnarssonar. Ruddust þeir að Hannibal, gripu hann höndum, drógu hann og hrundu út á brimbrjót og þar niður í bát og brunuðu með hann til ísafjarðar.‘l44 Hannibal streittist á móti andskotum sínum og þegar honum var hrundið ofan í bátinn sló hann annan þeirra sem þar stóð og tók á móti honum á nasirnar, svo blóðið fossaði. Ekki tókst betur til með bátinn en svo, að vélin drap á sér og varð Högni Gunnarsson sjálfur að taka annan bát til að koma Hannibal alla leið inn á ísafjörð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.