Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 162
160
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
ANDVARI
Ljóðið er einkar kunnáttusamleg smíð, og Baldur Ragnarsson bendir á
mun á orðafari í fyrri og seinni hluta:
Fyrri hlutinn hefur yfirbragð talmáls eins og það gerist tærast og látlausast. Engin orð
koma þar fyrir sem ekki eru algeng í venjulegu máli. Frásögnin er skipuleg og rökleg,
hún líður fram án allrar ástríðu, hvergi er að finna merki um þan eða spennu. [...]! síð-
ari hlutanum er horfið frá frásagnarstílnum til skýringar og hugleiðingar. Orðafar þyng-
ist, hér má finna orð sem lítt eða ekki heyrast í tali: föðurtún, bifast, kuldahlátur. Öll hafa
þau tilfinningagildi, skapa geðhrifatengsl.22
Ljóðið skipar sér í langa hefð dæmisagna þar sem dýr eru gædd mannlegum
eiginleikum, sagna sem varpa ljósi á mannlegt eðli eða hlutskipti manna.
Slíkar bókmenntir hafa tíðkast frá alda öðli, allt frá dæmisögum Esóps, sem
talinn er hafa verið uppi á sjöttu öld f.Kr., til Dýrabœjar Orwells á hinni tutt-
ugustu. En hvert er þá ,dæmi‘ ljóðsins, um hvað fjallar það?
Bergljót Soffía Kristjánsdóttir talar um „hin samstæðu ljóð IV, V og VI“
í Höndum og orðum er öll fjalli „um manninn og blekkinguna“.23 Þessi skil-
greining virðist eiga vel við IV („Arum saman hafðirðu ætlazt til einhvers
af endurminningunni"), en óvissara er hvað hún hefur fram að færa til skiln-
ings á V („Foli að norðan ...“) og VI („Margvíslegt útsýni ...“). Ég átta mig
að minnstakosti ekki fyllilega á túlkun Bergljótar á kvæðinu um folann, sem
hún segir að miðli „áþekkum kenndum" og IV. kvæði. „Norðlenski folinn
hefur látið blekkjast af endurminningunni, hefur gefið sig á vald hinni
barnslegu trú að unnt sé að endurheimta gengna tíð, lifa aftur það sem einu
sinni var“.24 Ég hef þó orðið var við að fleiri skilja kvæðið áþekkum skiln-
ingi.
Öfugt við Bergljótu finnst mér ljóðið ekki vera um þá blekkingu að hægt
sé að „lifa aftur það sem einu sinni var“, heldur fremur um það hvemig brjóta
má niður viðnámsþrótt og sjálfstæðisvilja manna, án þess þó að innst inni
breyti þeir í nokkru afstöðu sinni eða sannfæringu. Þema ljóðsins er sumsé
að mínum dómi það sem kallað hefur verið ,innri útlegð‘ (e. inner emi-
gration eða internal exile), fyrirbæri sem mjög einkenndi öldina síðustu.
Ástæða þess að mér sýnist kvæðið fjalla um þetta, en ekki lýsa manni sem
hefur látið blekkjast en er nú laus við þá blekkingu, er skáletruðu orðin hér á
eftir: „föðurtúnin vitjuðu hans ekki oftar svo að kunnugt vœri, en stundum
mátti sjá hann bifast af kuldahlátri, án nokkurs greinilegs tilefnis, svo sem
títt er um hesta og menn.“
Kvæðið um norðlenska folann mun vera eitt kunnasta og vinsælasta kvæði
Sigfúsar. Eftilvill er það vegna tengsla þess við dæmisöguhefðina en áreiðan-
lega einnig vegna þess hvað orðfærið er óbrotið og sagan ljóslifandi, og skýr
að minnstakosti á ytra borðinu.