Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2003, Page 162

Andvari - 01.01.2003, Page 162
160 ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON ANDVARI Ljóðið er einkar kunnáttusamleg smíð, og Baldur Ragnarsson bendir á mun á orðafari í fyrri og seinni hluta: Fyrri hlutinn hefur yfirbragð talmáls eins og það gerist tærast og látlausast. Engin orð koma þar fyrir sem ekki eru algeng í venjulegu máli. Frásögnin er skipuleg og rökleg, hún líður fram án allrar ástríðu, hvergi er að finna merki um þan eða spennu. [...]! síð- ari hlutanum er horfið frá frásagnarstílnum til skýringar og hugleiðingar. Orðafar þyng- ist, hér má finna orð sem lítt eða ekki heyrast í tali: föðurtún, bifast, kuldahlátur. Öll hafa þau tilfinningagildi, skapa geðhrifatengsl.22 Ljóðið skipar sér í langa hefð dæmisagna þar sem dýr eru gædd mannlegum eiginleikum, sagna sem varpa ljósi á mannlegt eðli eða hlutskipti manna. Slíkar bókmenntir hafa tíðkast frá alda öðli, allt frá dæmisögum Esóps, sem talinn er hafa verið uppi á sjöttu öld f.Kr., til Dýrabœjar Orwells á hinni tutt- ugustu. En hvert er þá ,dæmi‘ ljóðsins, um hvað fjallar það? Bergljót Soffía Kristjánsdóttir talar um „hin samstæðu ljóð IV, V og VI“ í Höndum og orðum er öll fjalli „um manninn og blekkinguna“.23 Þessi skil- greining virðist eiga vel við IV („Arum saman hafðirðu ætlazt til einhvers af endurminningunni"), en óvissara er hvað hún hefur fram að færa til skiln- ings á V („Foli að norðan ...“) og VI („Margvíslegt útsýni ...“). Ég átta mig að minnstakosti ekki fyllilega á túlkun Bergljótar á kvæðinu um folann, sem hún segir að miðli „áþekkum kenndum" og IV. kvæði. „Norðlenski folinn hefur látið blekkjast af endurminningunni, hefur gefið sig á vald hinni barnslegu trú að unnt sé að endurheimta gengna tíð, lifa aftur það sem einu sinni var“.24 Ég hef þó orðið var við að fleiri skilja kvæðið áþekkum skiln- ingi. Öfugt við Bergljótu finnst mér ljóðið ekki vera um þá blekkingu að hægt sé að „lifa aftur það sem einu sinni var“, heldur fremur um það hvemig brjóta má niður viðnámsþrótt og sjálfstæðisvilja manna, án þess þó að innst inni breyti þeir í nokkru afstöðu sinni eða sannfæringu. Þema ljóðsins er sumsé að mínum dómi það sem kallað hefur verið ,innri útlegð‘ (e. inner emi- gration eða internal exile), fyrirbæri sem mjög einkenndi öldina síðustu. Ástæða þess að mér sýnist kvæðið fjalla um þetta, en ekki lýsa manni sem hefur látið blekkjast en er nú laus við þá blekkingu, er skáletruðu orðin hér á eftir: „föðurtúnin vitjuðu hans ekki oftar svo að kunnugt vœri, en stundum mátti sjá hann bifast af kuldahlátri, án nokkurs greinilegs tilefnis, svo sem títt er um hesta og menn.“ Kvæðið um norðlenska folann mun vera eitt kunnasta og vinsælasta kvæði Sigfúsar. Eftilvill er það vegna tengsla þess við dæmisöguhefðina en áreiðan- lega einnig vegna þess hvað orðfærið er óbrotið og sagan ljóslifandi, og skýr að minnstakosti á ytra borðinu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.