Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 42

Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 42
40 SIGURÐUR PÉTURSSON ANDVARI laginu Framsókn, og stjómuðu Alþýðusambandi Vestfjarða. Þetta var mikill þymir í augum sósíalista og var sambúð þeirra og þessara félaga stirð á meðan þeir stýrðu ASÍ á árunum 1944-1948. Sumarið 1948 sendi miðstjóm ASÍ bréf til sambandsfélaga á Vest- fjörðum og tilkynnti þeim að þar sem þing ASV hefði ekki verið haldið í næstum fjögur ár væri umboð stjómar þess fallið niður og félögin ættu ekki lengur að afhenda stjóm ASV þriðjung af skattgreiðslu sinni til ASÍ, eins og lög sambandsins gerðu ráð fyrir.51 Urðu af þessu máli miklar deilur í blöðum milli alþýðuflokksmanna og sósíalista og beindist gagnrýni sósíalista fyrst og fremst að Hanni- bal Valdimarssyni og Helga Hannessyni. Meira bjó þó að baki en um- hyggja fyrir starfi verkalýðsfélaganna á Vestfjörðum. Alþýðusam- bandsþing stóð fyrir dyrum og barátta milli andstæðra fylkinga innan verkalýðshreyfingarinnar, sósíalista og jafnaðarmanna, teygði sig inn í næstum hvert einasta félag. Niðurstaðan varð sú að sósíalistum var steypt úr forystu Alþýðusambandsins með samstarfi jafnaðarmanna, framsóknarmanna og sjálfstæðismanna.52 Forseti þings ASI haustið 1948 var kjörinn Hannibal Valdimarsson og nýr forseti sambandsins varð Helgi Hannesson, formaður verkalýðsfélagsins Baldurs á Isafirði. Gegndi hann því embætti allt til ársins 1954 að annar Vestfirðingur hreppti stólinn eftir mikla pólitíska sviptivinda. Verður þess getið síðar í þessum skrifum. Vestfirskir jafnaðarmenn voru komnir til valda í Alþýðusambandi íslands. 5. Bœjarfulltrúinn Störf Hannibals Valdimarssonar að verkalýðs- og stjómmálum urðu sífellt umfangsmeiri eftir að hann fluttist til ísafjarðar 1931. Fyrr er því lýst að Hannibal varð formaður Baldurs og forseti Alþýðusambands Vestfjarða jafnframt sem hann skrifaði mikið í Skutul og tók við rit- stjóm blaðsins. Gerðist hann helsti málsvari jafnaðarmanna á Isafirði næstu árin ásamt Guðmundi G. Hagalín. Fyrst í stað var Hannibal útveguð skrifstofuvinna hjá Samvinnufélagi Isfirðinga sem Finnur Jónsson baráttufélagi hans stýrði. Auk þess kenndi hann við Gagn- fræðaskólann, en eftir nokkurt pólítískt fjaðrafok hætti hann stunda- kennslu við skólann árið 1934. Það ár tók hann til við að stjóma bygg- ingu og síðar rekstri Alþýðuhússins og fékk fyrir það nokkur laun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.