Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 20
18
SIGURÐUR PÉTURSSON
ANDVARI
Hannibal svo. En þegar starfi dyravarðar lauk um vorið var enn ekki
komið svar frá ráðuneytinu í kóngsins Kaupmannahöfn. I stað þess að
bíða átekta og eiga á hættu að missa af heilu ári, ákvað Hannibal að
stökkva af stað. Sterkur þáttur í persónugerð hans var þegar mótaður.
Fyrst hélt hann vestur til að kveðja móður sína en lagði síðan upp í
sína fyrstu utanlandsferð með Goðafossi til Kaupmannahafnar í júní
1924. Fararefnin sem hann hafði safnað eftir gagnfræðaprófið voru tvö
þúsund krónur. Goðafoss sigldi norður um land og kom við á Sauðár-
króki, Akureyri og Seyðisfirði. Kom það sér vel þar sem á Sauðárkróki
var skólastjóri Jón Björnsson sem áður hafði stundað nám við Jonstrup
kennaraskólann í Danmörku. Tók hann Hannibal vel og fræddi hann
um skólann.
Á leiðinni var komið við í Leith í Skotlandi. Það var fyrsta erlenda
borgin sem hinn ungi Vestfirðingur leit augum.
Heldur þótti mér hún skuggaleg. Sótorpin hús há og himingnæf, verksmiðjur
og vörugeymsluhús. Höfuðprýði borgarinnar voru skipin við hafnarbakkana
fánum skreytt, sum að fara, önnur að koma. - Þar var iðandi líf, hreyfing,
hávaði og fjör.8
Betur leist Hannibal á Edinborg sem honum fannst hrein andstæða
hafnarborgarinnar með dásamlegri útsýn, forkunnarfögrum skemmti-
görðum, tilkomumiklum byggingum og virðulegum Edinborgarkast-
ala. Ekki hefur hann grunað þá að nokkrum áratugum síðar myndu
synir hans, Jón Baldvin og Amór, stunda nám undir veggjum þessa
sama kastala. Samskipa Hannibal var Guðmundur G. Bárðarson, jarð-
fræðingur og kennari á Akureyri. Tók hann að sér að leiðbeina fyrrum
nemanda sínum um götur stórborgarinnar. Þeir fóru á náttúrugripa-
safnið og skoðuðu skóla en mest ævintýri fannst Hannibal að koma í
dýragarðinn. Þar sá hann dýrategundir frá öllum heimshornum og
sumar sem hann hafði varla hugmynd um áður. Dvölin í dýragarðinum
varð ef til vill heldur löng því um kvöldið, þegar þeir komu með
tveggja hæða strætisvagninum til baka að hafnarbakkanum í Leith, var
Goðafoss á bak og burt. Áætlun skipsins hafði verið breytt og það
haldið úr höfn fyrr en ætlað var. Félagamir voru strandaglópar í Skot-
landi. Dvöldu þeir nokkra daga enn í Edinborg og Leith, og nutu þess
ágætlega þar sem skipafélagið greiddi kostnað þeirra og ferðalag til
Kaupmannahafnar.
Kaupmannahöfn, höfuðborg íslendinga í fimm aldir, heilsaði Hanni-
bal í hátíðaskrúða þann 15. júní. Þann dag minnast Danir þess að þjóð-