Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2003, Page 20

Andvari - 01.01.2003, Page 20
18 SIGURÐUR PÉTURSSON ANDVARI Hannibal svo. En þegar starfi dyravarðar lauk um vorið var enn ekki komið svar frá ráðuneytinu í kóngsins Kaupmannahöfn. I stað þess að bíða átekta og eiga á hættu að missa af heilu ári, ákvað Hannibal að stökkva af stað. Sterkur þáttur í persónugerð hans var þegar mótaður. Fyrst hélt hann vestur til að kveðja móður sína en lagði síðan upp í sína fyrstu utanlandsferð með Goðafossi til Kaupmannahafnar í júní 1924. Fararefnin sem hann hafði safnað eftir gagnfræðaprófið voru tvö þúsund krónur. Goðafoss sigldi norður um land og kom við á Sauðár- króki, Akureyri og Seyðisfirði. Kom það sér vel þar sem á Sauðárkróki var skólastjóri Jón Björnsson sem áður hafði stundað nám við Jonstrup kennaraskólann í Danmörku. Tók hann Hannibal vel og fræddi hann um skólann. Á leiðinni var komið við í Leith í Skotlandi. Það var fyrsta erlenda borgin sem hinn ungi Vestfirðingur leit augum. Heldur þótti mér hún skuggaleg. Sótorpin hús há og himingnæf, verksmiðjur og vörugeymsluhús. Höfuðprýði borgarinnar voru skipin við hafnarbakkana fánum skreytt, sum að fara, önnur að koma. - Þar var iðandi líf, hreyfing, hávaði og fjör.8 Betur leist Hannibal á Edinborg sem honum fannst hrein andstæða hafnarborgarinnar með dásamlegri útsýn, forkunnarfögrum skemmti- görðum, tilkomumiklum byggingum og virðulegum Edinborgarkast- ala. Ekki hefur hann grunað þá að nokkrum áratugum síðar myndu synir hans, Jón Baldvin og Amór, stunda nám undir veggjum þessa sama kastala. Samskipa Hannibal var Guðmundur G. Bárðarson, jarð- fræðingur og kennari á Akureyri. Tók hann að sér að leiðbeina fyrrum nemanda sínum um götur stórborgarinnar. Þeir fóru á náttúrugripa- safnið og skoðuðu skóla en mest ævintýri fannst Hannibal að koma í dýragarðinn. Þar sá hann dýrategundir frá öllum heimshornum og sumar sem hann hafði varla hugmynd um áður. Dvölin í dýragarðinum varð ef til vill heldur löng því um kvöldið, þegar þeir komu með tveggja hæða strætisvagninum til baka að hafnarbakkanum í Leith, var Goðafoss á bak og burt. Áætlun skipsins hafði verið breytt og það haldið úr höfn fyrr en ætlað var. Félagamir voru strandaglópar í Skot- landi. Dvöldu þeir nokkra daga enn í Edinborg og Leith, og nutu þess ágætlega þar sem skipafélagið greiddi kostnað þeirra og ferðalag til Kaupmannahafnar. Kaupmannahöfn, höfuðborg íslendinga í fimm aldir, heilsaði Hanni- bal í hátíðaskrúða þann 15. júní. Þann dag minnast Danir þess að þjóð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.