Andvari - 01.01.1924, Page 7
Andvari
Torfi Bjamason,
skólastjóri og bóndi í Ólafsdal.
Forseti Þjóövinafjelagsins vakti máls á því við mig í vetur, að
rita nokkur orð um ofangreindan merkismann í Andvara. Mjer
þótti leitt að skorast undan þessu, enda þótt mjer þá þegar væri
ljóst, að um annað en stutta æfiminningu gæti ekki verið að ræða,
því ef rita ætti ítarlega æfisögu Torfa, vrði það um leið búnaðar-
saga íslands um fullan fjórðung aldar. — Hins vegar er mjer
sem lærisveini þessa ágæta höfðingja fullljóst, að það er ærinn
vandi að rita ágrip af jafnyfirgripsmikilli æfisögu. Er vandi að
velja og hafna, er af svo miklu er að taka, og er því lesanda að
virða á hægri veg um þá hluti.
Torfi Bjarnason var fæddur að Skarði á Skarðströnd
28. ágúst 1838. Foreldrar hans voru Ðjarni Bjarnason,
uppeldissonur Skúla Magnússonar, kammerráðs á Skarði,
og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir bónda Guð-
mundssonar frá Tindum á Skarðsströnd og Guðrúnar
Guðmundsdóttur bónda Torfasonar frá Seljum í Helga-
fellssveit; en faðir Torfa, Bjarni var ættaður af Suður-
landi. Systir Guðrúnar, en ömmusystir Torfa var Þórdís,
kona Einars dannebrogsmanns Jónssonar í Kollafjarðar-
nesi í Strandasýslu. En Þórdís var móðir þeirra alkunnu
bræðra Asgeirs bónda og alþingismanns á Þingeyrum í
Húnavatnssýslu og Torfa bónda og alþingismanns á Kleif-
um í Strandasýslu.
1