Andvari - 01.01.1924, Side 8
6
Torfi Bjarnason
Andvari
Foreldrar Torfa, Bjarni og Ingibjörg, reistu árið 1839
bú á Frakkanesi á Skarðsströnd, en munu hafa búið
þar stutt. Fluttu þá að Bessatungu í Saurbæ í Dalasýslu.
Stendur bærinn Bessatunga uppi í hlíðadrögunum, til
hægri handar er komið er sunnan Svínadalsveginn, og
blasir hið víðáttumikla og fagra graslendi Saurbæjarins
við í vesturátt. Þarna var Torfi uppalinn og mun hann
snemma hafa verið þarfur maður á heimili og vinnusam-
ur, enda var þá títt, ekki síst á hinum fátækari heimil-
um að halda unglingum eins fljótt til vinnu og hægt var.
Eins og flestir unglingar í þá tíð varð Torfi smali þegar
er hann varð til þess fær, og síðar er hann fjekk þroska
til, varð hann aðalfyrirvinna hjá foreldrum sínum, því
bæði var, að efnin voru af skornum skamti, svo vinnu
hans var þörf þess vegna, og að faðir hans var þá orð-
inn heilsubilaður.
Það lætur að líkindum, að Torfi hafi ekki notið mik-
illar mentunar á uppvaxtarárunum, en þó mun hann
hafa numið heima meira en þá var alment títt, enda var
hann snemma með afbrigðum námfús. Las hann alt sem
hann náði í. T. d. las hann, er hann stóð yfir fje að
vetrinum, alla eðlisfræði Fischers, sem bókmentafjelagið
þá hafði gefið út. Reikning lærði hann töluvert af bók-
um tilsagnarlítið eða tilsagnarlaust. Og þegar hann var
fyrir innan tvítugt, var hann um tíma hjá Kristjáni
kammerráði á Skarði og fjekk hjá honum tilsögn i
dönsku o. fl. — Þótt þessi bókmentun þyki ekki mikil
nú á dögum, þá má þó nærri geta, að þessi litla tilsögn
hefir bæði örfað og hvatt jafnnámfúsan og bráðgreindan
ungling sem Torfi var, enda mun hann hafa lagí sig
allan í framkróka til að ná f bækur og auka þekkingu
síná á þeim árum.
Þegar hann var 24 ára að aldri fór hann úr foreldra-