Andvari - 01.01.1924, Page 14
12
Torfi Ðjarnason
Andvari
fil stjórnarinnar til þess að koma upp fyrirmyndarbúi,
er kenna átti einnig búfræði. Var yfirleitt á þeim ára-
tugum mikið hugsað um búnaðarmentun og búnaðar-
skóla, því flestum mun hafa verið ljóst, að aukin og
bættur sveitabúskapur væri höfuðgrundvöllur undir allri
þjóðlegri menningu. Vmsir jarðyrkjumenn munu svo öðru
hvoru hafa haldið uppi, tíma og tíma, einhverri búnaðar
kenslu. Og um tíma var búnaðarskóli haldinn í Flatey á
Breiðafirði, en skamma stund mun hann hafa staðið.
Margt var á þessum árum rætt og ritað um búnaðar-
skólamálið og ýmsar bænaskrár komu fram um slíkar
skólastofnanir, og leiddi það til þess, að 1863 var lagt
frumvarp fyrir alþ. um þrjá búnaðarskóla, einn í hverju
amti, og átti að leggja 1 sk. á hvert jarðarhundrað til
þess að standast kostnaðinn. Á þinginu 1869 sótíu Hún-
vetningar um 3000 rd. styrk til búnaðarskóla og fyrir-
myndarbús þar í sýslu, og átti að ná öðrum 3000 rd.
með frjálsum samskotum. Árið 1872 kom svo út tilsk.
um búnaðarskóla á Islandi og átti eftir henni að stofna
einn eða fleiri búnaðarskóla í hverju amti, er áttu að
vera til fyrirmyndar um landbústjórn, jarðyrkju og fjár-
rækt, og þar áttu og ungir menn að geta fengið nægi-
lega bóklega mentun í þessum greinum. — Kostnaðinn
við skólahaldið skyldi greiða þannig, að jafna skyldi
niður alt að H/2 sk. á hvert jarðarhundrað, er ábúendur
skyldu greiða á manntalsþingi, í fyrsta skifti 1873 og
svo úr því. -
Eins og áður er getið fór Torfi til Skotlands 1866c
Var þá eins og fyr segir mikill hugur í Húnvetningum
að koma upp búnaðarskóla eða fyrirmyndarbúi, sem þá
var kallað, er kenna átti búnað. Fjekk hann styrk til
þessarar ferðar bæði frá Danmörku, búnaðarsjóði Norð-