Andvari - 01.01.1924, Page 16
14
Torfi Bjarnason
Andvari
að hann hafi fengið mesf af filteknum bletti með kostn-
aðarminstri aðferð, og sýni fegurstu og stærstu og bestu
rótaraldini; — þeim sem mest hafa endurbætt fjenað
sinn, og sanni það með rökum, og sýni um leið falleg-
astan og vænstan hrútinn, bolann, hestinn og kúna eða
ána, hvert í sinni röð; — þeim sem taka upp útlend
verkfæri, sem eiga vel við og sanna að þeir hafi notað
þau til muna með kunnáttu, eða finna upp ný verkfæri
eða endurbæta hin gömlu, og fyrir margt fleira ef efni
leyfa; og alt af muna eftir því, að laga verðlaunaheit-
ingarnar svo, að sem flestir dragist til að reyna, með
von um að geta unnið eitthvað; — hugsa ekki um að
hafa þau há, en heita heldur fleirum en einum fyrir
sama, því það er sjaldnar gjaldið en heiðurinn, sem
hvetur menn til að keppast á um verðlaunin; og gá að
því, að hinum efnalitla sje gefið eins vel tækifæri eins
og þeim ríka, þar sem því verður við komið, án þess þó
að gera fátæktina að skilyrði fyrir að vinna verðlaun,
því það er mentunarleg og hentug aðferð í öllum störf-
um, sem þú átt að sækjast eftir, en ekki að sjerlega
miklu sje komið af. Þegar menn eru komnir á lagið með
kostnaðarlitla og haganlega aðferð, þá hvetur ábatinn
til að vinna eins mikið og efni leyfa«.
Er útsjeð var um að Húnvetningar fengju styrk þann
er þeir sóttu um til stofnunar fyrirmyndarbús og áður
er getið, fjekk Torfi sjer jörð og byrjaði búskap eins
og fyr segir.
Er hann var svo sestur að í Olafsdal, byrjaði hann
þegar að gera jarðarbætur. Notaði hann þá ýms jarð-
yrkjuverkfæri, sem að vísu voru hjer ekki óþekt, því
nokkuð hafði verið plægt hjer fyr, en sem þrátt fyrir
það, að eins fáir kunnu með að fara. Gast þeim, sem
kyntust þessu vinnulagi vel að því, og nokkrir ungir