Andvari - 01.01.1924, Qupperneq 20
18
Torfi Bjarnason
Andvari
deild svaraði til hinna fjórðungsskólanna og væri kenslu-
tími þar 2 ár, en í efri deild, þar sem kenslutíminn skyldi
vera 2 vetur og eitt sumar, »ætti að leggja aðal áhersl-
una á bóknámið, og kenna hjer sem best efnafræði,
eðlisfræði, húsdýrafræði og önnur búvísindi, sem byrjað
er á í neðri deildinni og máske ýmislegt að auki, sem
þar er ekki drepið á, t. d. ágrip af framfarasögu land-
búnaðarins í öðrum löndum, og um landbúnað vorn að
fornu og nýju. Sumarið, sem lærisveinarnir eru í efri
deildinni, ættu þeir einkum að starfa að sáðjurtarækt,
garðyrkju, plöntun, fara með vinnuvélar, ef nokkrar eru,
æfa sig við land- og hallamælingar og við verkstjórn®.1)
Mun þessi ritgerð ef til vill hafa átt nokkurn þátt í því,
að á amtsráðsfundi vorið 1885 var ákveðið að gera skóla-
stofnunina í Ólafsdal að »reglulegum búnaðarskóla«. Hafði
verið leitað álits sýslunefndanna og þær allar lagt það til
að einni undantekinni, sem ekki hafði sent álitsskjal, að
skólastofnunin í Ólafsdal verði gjörð að reglulegum bún-
aðarskóla. Þó þannig að skólinn ekki verði bundinn við þá
jörð er hann stendur nú á«.2) Eftir að skólinn var orðinn
Búnaðarskóli Vesturamtsins, fjekk hann alls af opinberu fje,
þar með talin laun forstöðumanns og aðstoðarkennara,
kr. 3880,00 og var það alt fje sem hægt var að fá til
hans. Og þessa styrks naut svo skólinn, þangað til amts-
ráðið slepti hendi sinni af honum. Torfi, sem var á fundi
amtsráðsins, er skólamálið var rætt, gat þess að húsrúm
það, sem skólastofnunin nú hefði væri ónóg og að byggja
þyrfti til viðbótar, svo kenslustofurnar gætu orðjð tvær,
en fram að þeim tíma hafði orðið komist af með eina.
En til þess var ekki hægt að fá fje, þótt amtsráðið hins-
vegar viðurkendi nauðsynina.
1) Andvari X. árg. bls. 114.
2) Stjórnartíðindi B. deild bls. 104.