Andvari - 01.01.1924, Síða 22
20
Torfi Bjarnason
Andvari
nægilegri æfingu. Sjálfur gerði Torfi alt sem í hans valdi
stóð til þess að laga verkfærin sem best eftir staðháttum
hjer. Og allan þann tíma sem skólinn stóð í Olafsdal
smíðaði hann slík verkfæri, og margir af nemendunum
sem þar voru keyptu þau er þeir fóru, til þess að nota
þau við vinnu, annaðhvert í sínu bygðarlagi eða þar sem
þeir voru ráðnir til jarðabótavinnu. Má fullyrða, að áhugi
sá á túnrækt og öðrum jarðabótum, er á þeim árum
vaknaði svo víða um land, hafa ekki hvað minst átt rót
sína að rekja til Olafsdalsskólans og forstöðumanns hans.
Eins og áður er að vikið, vakti það sjerstaklega fyrir
Torfa að koma búnaðarkenslunni hjer á landi í það horf,
að auk hinna þriggja fjórðungaskóla, sem allir áttu að
hans áliti að leggja höfuðáhersluna á verklega námið,
væri stofnaður einn aðalbúnaðarskóli. Virðast og fleiri
mætir menn, er báru hag og heill þjóðarinnar fyrir brjósti,
hafa litið svo á, að fyrst og fremst þyrfti að leggja
áherslu á það verklega. Og t. d. ]ón Sigurðsson forseti,
sem sífelt hvatti alla þá sem hann áleit nokkurn slæg í,
til að verða þjóð sinni að einhverju liði, ritar Torfa svo
1867: »Að fá góð verkfæri og kunna að beita þeim,
er mikilsvert, og það ríður yður mikið á, eins og hitt
að hafa vissa menn, sem geta útvegað yður það, sem
með þarf af slíku. Það er svo sem auðvitað, að maður
getur sjeð og heyrt margt og tekið eftir, með því að
vera lengur, en hið nýja er ótæmanlegt, og er því mest
vert að stóla upp á áhuga sinn og verklægni. Jeg geri
ráð fyrir að þjer hafið lag á því, að hæna að yður
drengi, sem nenna að vinna, en láta ekki alt lenda í að
ganga með hendur í vösum og vindil í kjaftinum, gera
svo ekki annað en skrafa og skeggræða, og þykjast
kunna alt nærri ósjeð. Því er miður, að við höfum of-
mikið af slíkum gorkúlum bændastjettarinnar. Hefðuð