Andvari - 01.01.1924, Page 24
18
Torfi Bjarnason
Andvari
aldamótin voru bæði bygð ýms skepnuhús, mun vandaðri
og dýrari en þá alment gerðist og tvö eða þrjú útihús,
þar á meðal eitt tvílyft og allvænt. Túnið alt rennisljett
fyrir löngu og túnaukar og nátthagar höfðu verið gerðir
svo mörgum dagsláttum skifti. Allur frágangur utan hús
og innan var hinn príðilegasti og bústofn um 16 í fjósi
og 450 fjár og hestar eftir þörfum.
Ólafsdalsskólinn var hinn eini af búnaðarskólunum,
sem ekki var opinber eign. Alitu margir, sem rjett var,
að með því móti væri skólinn lausari í sessi. Þessvegna
var það að Torfi bauð amtsráðinu 1901, að kaupa
Ólafsdal með öllu tilheyrandi. Kaupin gengu ekki saman.
En amtsráðið gaf Torfa upp eigi alllítið fje, er hann
hafði tekið til láns í þarfir skólans úr ýmsum sjóðum, er
amtsráðið hafði undir höndum. Alþingi hafði þó veitt
kr. 10000,00 til þess að kaupa af Torfa, og ýmsar sýslu-
nefndirnar höfðu sent amtsráðinu áskorun í þá átt að
kaupa Ólafsdalsskólann.
Sumarið 1902, ferðaðist forseti búnaðarfjelagsins, Þór-
hallur Bjarnarson, um Snæfellsness- og Dalasýslu. Kom
hann að Ólafsdal. Var þá nýafstaðinn amtsráðsfundurinn
og fullráðið, að skólinn ekki nyti lengur styrks frá því.
Þórhalli farast þannig orð um Ólafsdal. —
»Ólafsdalur er á sýslu enda og lengra var ekki ferð
minni heitið. Byggingarnar eru alls meiri á Hvanneyri,
en sjálft skólahúsið er mun vandaðra í Ólafsdal, og mesta
snild er á frágangi allra húsa og tækja þar, en sjálft
landið hafði jeg ímyndað mjer að væri betra, en mjer
kom það fyrir sjónir. . . . í Belgsdal hefir Torfi gert
mestar engjabætur. Peningshús hans og heyhlöður á
bökkum Hvalsár eru tilsýndar að sjá heill kaupstaður.
. . . Jafnfallegastar kýr sá jeg í ÓlafsdaU. Og ennfrem-