Andvari - 01.01.1924, Side 25
Andvari
Torfi Bjarnason
19
ur: »]eg skil það vel, að amtsráðið var í fullum vanda
með Ólafsdalsskólann. ]eg hygg nú vel farið sem fór í
því örugga trausti, að Torfa verði gert mögulegt með
nægum fjárframlögum úr landsjóði að halda uppi bún-
aðarskólanum en um nokkur ár — hann er nú maður
hálfsjötugur — meðan hann hefir heilsu og krafta til
þess, en lengur ætla jeg ekki búnaðarskóla að standa í
Ólafsdal. En þessi dýra og fagra stofnum þarf að verða
almennings eign eftir daga Torfa og sje jeg ráð til þess.
Minningarsjóður frú Herdísar á nú um 50000,00 kr., og
innan langs tíma má koma upp fyrir sjóðinn hinum fyrir-
hugaða kvennaskóla á Vesturlandi, og er hann einmitt
prýðis vel settur í Ólafsdal, og kenna má þar að gagni
húsmæðraverkin til sveita og hafa lýðháskólablæ á heim-
ilinu, sem ekki verður í kaupstöðum.
Vilji nú einhver segja, að þetta sje gert vegna Torfa
og fyrir hann, af því að búnaðarskóli þarna á staðnum
og yfirleitt samblandsskóli af verklegu og bóklegu námi,
þyki ekki líklegur til frambúðar, þá má það gjarnan
heita svo, og er aldrei nema loflegt. Með því að halda
skólanum við nokkur ár enn, er Torfa gefið færi á að
vinna áfram sitt góða starf, og vjer höfum ekki svo
marga slíka krafta, að vjer megum kasta þeim frá oss.
Torfi er enn ern og »ungur« og langar ekki á eftirlaun
og skólinn hefir áfram sama traust og er vel sóttur.
Það er kunnugt, hvað Torfi hefir unnið fyrir landbúnað-
inn íslenska og þó vart fullmetið enn, hitt liggur eigi
jafnt í augum uppi, enda þarf persónuleg kynni til að
skilja það og finna, að frá heimilinu í Ólafsdal hefir síð-
asta aldarfjórðunginn runnið út yfir landið sjerlega hollur
og hlýr straumur. ]eg á auðvitað ekki við þessa búfræðis-
mentun þar, heldur viðmótið, sem heimili Torfa hefir
2