Andvari - 01.01.1924, Síða 26
20
Torfi Bjarnason
Andvari
sett á marga lærisveina þaðan, í siðgæði, tápi og trausti
á landið*.1)
Eftir að amtsráðið siepti hendi af skólanum, hjelt
Torfi honum þó áfram þangað til vorið 1907. Fjekk
hann þessi árin 1500 kr. styrk úr iandssjóði.
Þau 27 ár sem skólinn starfaði munu alls 160 nem-
endur hafa notið þar kenslu, og flestir af þeim gengu
undir burtfararpróf bæði í verklegu og bóklegu. Nem-
endur voru úr öllum sýslum landsins, nema Vestmanna-
eyja, Rangárvalla og Skaftafellssýslum.
Það mun öllum bera saman um, er þektu til heimilis-
ins í Ólafsdai, að það hafi verið eitt hið mesta fyrir-
myndarheimili hjer á landi, bæði um hýbýlaprýði og alla
háttprýði búsbænda. Var og gestrisninni viðbrugðið bæði
af háum og lágum. »Vjer vitum, að þeir, sem þangað
hafa komið hin síðari árin, muni kannast við höfðings-
heimilið í djúpa dalnum, því enginn maður mun verða
svo gamall, að hann geymi ekki endurminninguna um
Ólafsdal í huga sínum hafi hanneinusinniþangaðkomið*.2)
Það sem einkum mun hafa riðið baggamuninn, að skól-
inn ekki var keyptur, og þar með gerður að aimennings
eign, mun hafa verið breyting sú, er þá stóð tii að gera
á .búnaðarkenslunni og síðar kom fram. Minnist Þórh.
Bjarnason á það í grein þeirri, er tilfærð er hjer að
framan, að ekki sje það álitið heppiiegt nje til frambúðar,
að hafa samblandsskóla af verklegri og bóklegri fræðslu.
Hefir og verið svo um nokkur ár eða frá því nokkru
eftir aldamótin. Reynslan hefir þó orðið sú, að iítið hefir
orðið um verklega námið. Virðist og vera farið að brydda
1) Búnaðarritið 17. árg, bls. 121 —122.
2) Freyr V. árg. b!s. 53, og vísast þeim þangað, sem nánara vilja
kynnast starfsemi skólans.