Andvari - 01.01.1924, Síða 27
Andvari
Torfi Bjarnason
21
á því, að núverandi fyrirkomulag búnaðarskólanna æili
ekki að verða eins til frambúðar og forgöngumenn þess
efalaust hafa búist við, því nú á síðasta búnaðarþingi
komu fram ákveðnar tillögur um það að auka verklegu
kensluna við búnaðarskólana og jafnvel gera úr þeim 2
ára skóla með verklegri og bóklegri kenslu, líkt því sem
átti sjer stað í Olafsdal. Hefði sjálfsagt verið affarasælla
fyrir alla aðilja, ef farið hefði verið að ráðum Torfa um
búnaðarskólafyrirkomulagið, sem hjer að framan er
lauslega drepið á. Er og ekki ósennilegt, að búnaður
vor stæði nú með meiri blóma, ef Hvanneyrarskóli hefði
npprunalega verið gerður þannig úr garði, sem Torfi
vildi, og þó vansjeð að dýrara hefði orðið almenningi
en nú er raun á.
Eins og áður hefir verið drepið á, lagði Torfi sig
mikið í framkróka með að laga og finna upp verkfæri,
sem bændum hjer á landi gætu orðið að liði og ljett
undir við vinnuna. Er hann var vinnumaður í Húna-
vatnssýslu, hugsaði hann mikið um að finna upp ljá, sem
ekki þyrfti að dengja, eins og íslensku ljáina. Varð, sem
kunnugt er, að eldbera þá í hvert sinn, sem þeir voru
dengdir, og herða þá svo aftur. Var það bæði seinlegt
verk, vandasamt og dýrt, því mikið af kolum þurfti til
hitunarinnar. Árangurinn varð sá, að ljáblöðin, sem nú
eru notuð um alt land, voru eins og áður er drepið á
smíðuð í Skotlandi eftir fyrirlagi Torfa og leiðbeiningu.
Má óefað telja það hina langstærstu búnaðarbót, sem
orðið hefir hjer á landi. Og enn þá minni hefðu þó
skógarleifarnar orðið, ef gera hefði þurft til kola svo
sem einn eða tvo áratugi lengur en varð, því kolagerðin
mun að mestu hafa lagst niður með ljádengslunni.
Lítillar viðurkenningar naut Torfi fyrir þetta mikla
hagræði. Þó veitti amtsráðið í Vesturamtinu honum