Andvari - 01.01.1924, Síða 28
22
Torfi Bjarnason
Andvari
nokkur hundruð krónur í verðlaunaskyni. Seinna ætlaði
Torfi að breyta Ijáum þessum nokkuð, en sú breyting
náði ekki útbreiðslu. Sláttuvjel fjekkst Torfi líka við að lag-
færa svo að notum gæti hjer komið, en ókunnugt er mjer
um afdrif hennar. Þá lagfærði hann og skoska plóga, svo
að hæfir væru til notkunar hjer, Olafsdalsplógurinn, og
smíðaði marga slíka. Svo og herfi, hestrekur, ristuspaða
o. fl., er hann lagfærði og gerði við hæfi íslenskrar
notkunar. Kerrur smíðaði hann og töluvert. Voru þær
hið mesta búmannsþing. Aktygi flutti hann hjer til lands
og lagaði við hæfi íslenskra hesta. Voru þau síðan smíð-
uð í Olafsdal og hafa útbreiðst þaðan, og nú orðið nota
flestir slík aktygi, (kragaaktygi).
Þótt Torfi, eins og nú var sagt, ynni mikið og þarft
verk í því að smíða og laga verkfæri, svo hæf yrðu til
notkunar hjerlendis, þá vann hann þó vafalaust enn yfir-
gripsmeira verk í því, með sífeldri og óþreytandi elju,
að hvetja bændur og búalið til þess að rækta landið
og til þess að auka þekkingu sína og menningu í hví-
vetna.
Meðan Torfi var enn vinnumaður í Húnavatnssýslu,
samdi hann ritgerð, er svarar þeirri spurningu: Hvað á
að gera til að draga úr hinum mikla manndauða hjer?
Tilefnið það, að erlendur mannvinur, er ferðast hafði hjer
á landi, hafði heitið verðlaunum fyrir bestu ritgerðina
um þetta efni.1) Voru í ritnefndinni þeir, Pjetur Pjeturs-
son biskup, ]ón Guðmundsson ritstjóri og ]ón Hjaltalín
landlæknir. Dæmdu þeir tveim ritgerðum, af fjórum sem
komu, verðlaunin. Voru það ritgerðir þeirra, síra Þór-
arins Böðvarssonar í Vatnsfirði og yngismanns Torfa
Bjarnasonar frá Ásbjarnarnesi í Húnavatnssýslu, og voru
1) Isaac Sharp, er ferðaðist hjer um land 1862.