Andvari - 01.01.1924, Síða 30
24
Torfi Bjarnason
Andvarí
engin voru bókasöfnin til að byrja með. En brátt efndi
Torfi til bókasafns, bæði fyrir nemendur og kennara, og
voru það allálitleg söfn, er skólanum var hætt, enda
hafði amtsráðið veitt lítisháttar styrk til þeirra.
Ólafsdalur var, eins og áður segir, hið mesta fyrir-
myndarheimili og umgengni húsráðanda og allur heim-
ilisbragur á þá lund, er íslensku höfðingsheimili sómdi.
Var Torfa menningin svo í brjóst lagin, að hann var
langt um fram flesta sína samtíðarmenn að prúðmann-
legri framkomu og skörungsskap að íslenskum sið. Var
og heimilið í Ólafsdal órækur vottur þess. Að vísu má
ekki eigna Torfa einum alla heimilisstjórn þar, því auð-
vitað átti húsfreyjan, frú Guðlaug, sem fyr er getið, sinn
góða þátt þar í. Enda er það ekkert oflof um þá konu,
þótt sagt sje um hana, að hún er í hvern stað sem ís-
lenskri höfðingskonu sæmir, skörungur hinn mesti um
alla bústjórn, rausn og prýði innanstokks, önnur hönd
manns síns í hvívetna og hinn besti drengur öllum, er
hún hafði nokkuð saman við að sælda.
Sjálfur var Torfi hinn mesti íþróttamaður um vinnu-
brögð öll. Hefi jeg marga heyrt taka til þess, hversu
hönduglega honum fórust öll verk og kunnáttusamlega.
Var hann og hinn lagnasti í því að kenna öðrum rjett
vinnubrögð, og svo mikill áhugamaður um vinnuna, að
hverjum, sem með honum vann, fanst sem aldrei væri of
vel unnið. Var það því hinn besti skóli ungum mönnum
að vera í verki með honum. Hann var smiður góður
bæði á trje og járn. Síkátur var hann og glaður í við-
móti og hafði ávalt spaugsyrði á reiðum höndum. Hann
var hinn mesti eljumaður, svo honum fjell aldrei verk
úr hönd, er hann var heima. En oft þurfti heiman að
fara, því mikla þurfti aðdrætti til jafnfjölmenns heimilis.
Munu fáir eða engir hafa jafnast á við hann um þol og