Andvari - 01.01.1924, Page 31
Andvari
Torfi Bjarnason
25
kappsamlegt áframhald á landferðum. Má í fám orðum
segja að Torfi hafi verið fyrirmYnd annara manna um
flesta hluti, er hann lagði hönd að. Enda hafði hann
eins og áður er sagt, bæði mikla þekkingu og reynslu
um öll þau mál, er til framfara og framkvæmda horfðu.
Það má óhætt taka undir það með herra Þórhalli,
að frá Ólafsdal hafi borist um land alt »sjerlega hollur
og hlýr straumur«. Og það má sjálfsagt fullyrða, að sá
holli straumur hafi einkum átt rót sína að rekja til
hinna óvenjumiklu hæfileika skólastjórans og hins yfir-
gripsmikla skilnings hans um öll þau mál, er hann starf-
aði að. Hann var og hinn þjóðlegasti og þjóðhollasti
maður. Gat því ekki hjá því farið, að hann hefði mikil
og góð áhrif á alla þá nemendur sína, sem á annað borð
nokkurt manntak var í. Er og óhætt að fullyrða, að
allur fjöldinn af nemendum hans, báru hina mestu virð-
ingu fyrir honum og hinn hlýjasta hug til hans og heim-
ilisins yfirleitt.
Þótt stofnun Ólafsdalsskólans, viðhald hans og aukning
væri aðalæfistarf Torfa, þá starfaði hann þó að ýmsum
fleiri stórmálum og var þar forgöngumaður. Voru honum
verslunarmál bænda hið mesta áhugamál. Var hann einn
af stofnendum verslunarfjelags Dalamanna, og lengi for-
maður þess. Má óhætt mikið þakka honum vöxt og við-
gang þess fjelags. Einnig stofnaði hann árið 1899 kaup-
fjelag Saurbæinga. Var það með nokkrum öðrum hætti
en títt var um slíkan fjelagsskap. Vildi Torfi taka hin
skosku fjelög til fyrirmyndar. Fórst því fjelagi og vel
meðan Torfa naut við. Hvort það enn heldur sömu
stefnu sem upprunalega, er mjer ókunnugt. Þá gekkst
hann fyrir því að stofna til tóvinnu með vjelum í Ólafs-
dal. Höfðu fáir næmari skilning en hann á því, hversu
nauðsynlegt það er hverju þjóðfjelagi, og þá einkum