Andvari - 01.01.1924, Qupperneq 32
26
Torfi Bjarnason
Andvari
þeim sem fámenn eru og fátæk, að nota sem mest og
best sínar eigin afurðir. Var heimilið í Olafsdal og hin
mesta fyrirmynd í þeim hlutum. Var þar hver maður í
heimagerðum fatnaði. bæði að efni og vinnu. Voru ár-
lega unnin þar feiknin öll af vaðmálum fínum og grófum,
auk alls prjónless og nærfatnaðar, er með þurfti á svo
margt fólk, sem þar var. Til þess að reyna að koma
slíkri heimavinnu á rekspöl sem víðast um Dala, Barða-
strandar og Strandasýslur, gekkst Torfi fyrir því að koma
tóvinnufjelögunum á stofn. Kostaði það mjög mikið erfiði
og fyrirhöfn. Stóðu þær svo um nokkur ár, og voru til
mikils hagræðis fyrir nærliggjandi sveitir og hjeruð. Var
það því mikið tjón, er þær brunnu til kaldra kola, og
voru þá ekki reistar aftur.
]eg hefi þá drepið á helstu atriði í æfi Torfa í Ólafs-
dal. Má segja, að æfi hans hafi verið ein óslitin barátta
til hagsbótta fyrir almenning og þá einkum þá, er stunda
landbúnaðinn, sem hann áleit undirstöðu allra sannra
þjóðþrifa. Laun hans urðu þau, að hann sá að vísu
ekki þá ósk sína rætast, sem hann helst hefði kosið,
sem sje að búnaðarskólamálunum yrði komið í það horf,
sem æskilegast hefði verið og hann hafði bent á. En
hann fjekk þau laun, sem hverjum góðum dreng eru mest
verð, sem sje vitnisburð sinnar eigin samvisku um það,
að hann hefði unnið trúlega þau störf er honum var
trúað fyrir. Nú viðurkenna og allir ósjerplægni hans og
óeigingirni. Munu nú og flestir skilja, hversu honum
hefir í raun og veru fallið það þungt, er hann sá fram
á, að alt mannvit, umhyggja og erfiði, er hann hafði
lagt í að bæta og prýða býli sitt, Ólafsdal, og aðrar jarðir,
er hann hafði lagt til hans, mundi verða að mestu á glæ
kastað. Sýnir það og betur en flest annað, hversu skiln-
ingssljóir stjórnmálamenn okkar eru stundum á það, er