Andvari - 01.01.1924, Page 33
Andvari
Torfi Bjarnason
27
til þjóðþrifa horfir. Og ráðlegging herra Þórhalls um
Olafsdal, sem hjer að framan greinir, hefir heldur ekki,
svo jeg viti til, verið tekin til athugunar.
Þeim hjónum Torfa og Guðlaugu varð tólf barna
auðið. Dóu þrjú þeirra þegar í æsku, en hin náðu full-
orðins aldri. Voru þau öll hin mannvænlegustu og líkleg
til þroska. En ekki var þeim langt líf ætlað. Ljetust fimrn
þeirra á fáum árum, Ingibjörg, ógift, Astríður, gift Ellert
]óhannesyni, Þórdís og Sigríður, báðar ógiftar og Karl
stúdent. Má nærri geta, hvílíkur harmur hefir verið að
þeim kveðinn um missi barna sinna. Frú Guðlaug er
enn á lífi og býr í Olafsdal, ásamt syni þeirra Markúsi,
sem er kvæntur Sigríði Brandsdóttur. Auk hans lifa
tvær dætur þeirra, Ragnheiður, gift Hirti Snorrasyni
bónda og alþingismanni í Arnarholti í Borgarfirði, og
Áslaug gift Hjálmari jónssyni bónda á / Halldórstöðumjí A»/ ot^íoA-j.
Laxárdal í Þingeyjarsýslu, en Ásgeir efnafræðingur ana-
aðist hjer í Reykjavík. Hann var giftur Onnu Ásmunds-
dóttur, er lifir hann ásamt þremur börnum þeirra.
Torfi andaðist í Ólafsdal 24. júní 1915. Fór jarðarför-
in fram 2. júlí að viðstöddu miklu fjölmenni. Töluðu þeir
prestarnir Sveinn Guðmundsson, ]ón Brandsson og ]ón
Þorvaldsson yfir moldum hans.
Grímúlfur Ólafsson.